Unga Ísland - 01.11.1919, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.11.1919, Blaðsíða 8
88 UNGA ÍSLAND reiði og hann stappi niður fótunum aftur, því að hann hefir sjálfur sagt að liann sje alvanur gerningum. Hann er auðsjáanlega ramgöldróttur, þar sem hann liefir tekið í burtu sjálfa kóngshöllina. Lifið nú í friði litlu vinir. Svo kysti liann þau á vængina, og þau flugu út í loftið. Drotningunum brá svo við þelta að þær fjellu allar fram á ásjónu sínar, nema Balkis hin ágæta drotn- ing af Sheba. »Hvað eigum við skilið?« sögðu þær, »og hvers meg- um við vænta, ef öll þessi undur hafa verið gerð vegna þess að lítið fiðrildi var óánægt við konuna sína? Við sem höfum ónáðað og ert kon- ungin með hávaða og rifrildi í marga daga«. Pær drógu blæjur fyrir andlitin, hjeldu báðum höndum fyrir munn- inn og gengu á tánum inn í höllina, þögular eins og mjTs. En Balkis hin fagra og göfuga drotning gekk gegnum liljurnar og inn í skugga kamfórutrjesins, lagði höndina á öxl Salómoni konungi og sagði: Frh. Gátur. 1. Hvaða karlmannsnafn verður að fiski ef fyrsta slafnum er slept? 2. Hvaða kvenmannsnafn verður að fata-efni ef fyrsta stafnum er slept? 3. Sólinn rifin festing frá fóttroðinn var jörðu á, fljóta aðgerð þurfti þá; þessa gátu ráða má. Hvað er orgel? Indíáni nokkur hafði einu sinni á ferðalagi sjeð orgel og heyrt Ieikið á það. Þegar hann kom heim, lýsli hann því svona fyrir ættfólki sínu: »Hvítu mennirnir eiga kynlegt dýr. Þeir geta látið það syngja ef þeir berja á tennur þess, sem sumar eru hvítar en aðrar svartar. það sest maður, kona eða jafnvel barn, fyrir framan opið ginið á því, strýkur með fingrunum eftir tönnum þess, og þá byrjar það strax að sjmgja. Það syngur talsvert hærra en fuglarnir, en það hreyfist aldrei af blettinum nema maður dragi það til, og það merkilegasta er, að það bítur aldrei þó það hafi þessar voðalegu tennur.« Afgreiðsla Unga íslands fyrir þá, sem staddir eru í Rejdcjavík er á Laugaveg 17 (bakhúsið). Unga ísland, harnablaö með myndum. Kemur út einu sinni í mánuði í 4 blaða broti, og auk pess tvöfalt jólablað. Verð árg. er 2 kr., er borgist fyrir júnílok ár hvert. Skilvísir kaupendur fá kaupbæti. — Afgreiðslan er á Laugavegi 17 (bakhúsið). n\/rn\/prnrlqrinn ræöh' dVaverndunarmálið og L/y I avt/l I lUalM III fly(Ur dýrasögur. Sex arkir á ári, verð 1 kr. Mynd i hverju blaði, þegar kostur er. — Dtgefandi: Dýraverndunarljelag íslands. — Afgreiðsla: Laugavegi C3, Reykjavík. — Dtsölumenn fá fimta livert einlak i sölulaun. :: :: :: :: Útgefendur: Steingr. Arason og »Skóla- fjelag Kennaraskólans«. Ritstj.: Jónas Guðmundsson. Utanáskrift blaðsins (ritstjóra og af- greiðslumanns) er: Unga ísland, Box 327, Reykjavík. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.