Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 2
18 UNGA ÍSLAND Kötturinn í sjálfsmenskunni, (Framh ) Næsta dag tók konan sig til og skar grænt mýrgresi, bar það heim í föngum og þurkaði við eldinn. Pað ilmaði eins og nýþurkað hey. Siðan seltist hún við hellismunnann, gerði sjer múl úr ólar- reipi leit á breiða kindarherðablaðið með galdrastöfunum — og kvað töfra- kvæði. Það var annar töfrasöngur í heimi. Uti í villiskógunum undruðust öll villidýrin um það hvað orðið hefði af villihundinum, Að lokum stappaði villi- hesturinn með hófnum og sagði: »Jeg skal fara og gá að því, af hverju villi- hundurinn hefir ekki sýnt sig aftur. Komdu með mjer, köttur!« »Nei, jeg held nú ekki«, sagði költ- urinn, »jeg er í sjálfsmensku. Jeg kem ekki fel!« Samt sem áður fór hann í humált eflir villihestinum, og faldi sig, þar sem hann gat heyrt alt hvað fram fór. Þegar konan heyrði hófatak hestsins brosti hún fbyggin og sagði: »Nú kemur sá næsti. Villidýr úr villiskógin- um, hvert er erindið?«. »Óvinur minn og kona óvinar míns, hvar er villihundurinn?« sagði hesturinn. Konan hló tók upp herðablaðið, leit á það og sagði: »Þú komst ekki hingað, villihestur, til að leita að villihundinum, heldur til að fá gras, sem er afbragðs sælgæti. Beygðu nú höfuð þitt og lof mjer að mýla þig, þá skallu fá að jela undurgott gras tvisvar á dag!« »Sjáum til«, sagði kötturinn, sem sat á hleri, »hún er óheimsk konan sú arna, en jafnvitur og jeg er hún ekki«. Villihesturinn beygði viltan makkanu, og konan smeygði á hann múlnum, en villihesturinn andaði á fætur konunnar og sagði: »Ó, húsmóðir mín og kona húsbónda mins, jeg skal gerast þjónn þinn, vegna þess hvað grasið er ágætt hjá þjer«. »Svona fór«, sagði kötturinn, »heimsk- ur er hesturinn«, og hann hvarf heim í villiskógana mýrlendu, en hann sagði engum hvað hann hafði sjeð. Þegar maðurinn kom heim af veiðum með hundinn sinn, sagði hann: »Hvað er villihesturinn að gera hjer?« En kon- an sagði: »Hann heitir ekki villihestur framar, heldur fyrsli þjónninn, af því að hann mun bera okkur stað úr stað um allar aldir alda. í*ú skalt fara á bak honum, þegar þú ferð á veiðar«. Næsta dag kom villikýrin heim að hellinum. Hún bar höfuðið hált, svo að hornin festust ekki í trjáliminu. Kött- urinn læddist á eftir henni og faldi sig á sama stað og áður. Alt fór eins og fyrri daginn, og költurinn sagði það sem hann hafði áður sagt. Þegar kýrin hafði lofað konunni að gefa henni mjólkina fyrir grasgjöfina, sneri kött- urinn eins og áður heim í villiskógana. En hann þagði eins og steinn. Þegar svo maðurinn, hundurinn og hesturinn komu af veiðum og spurðu hins sa’ma og áður, sagöi konan: »Hún heitir ekki villikýr lengur, heldur gjafarinn góðrar mjólkur. Hún ætlar að gefa okkur volga, hvíta mjólk, og jeg skal gæta hennar, þegar þú, fyrsti vinurinn okkar og fyrsti þjónninn farið á veiðar«. Næsta dag beið kötturinn í felustað sínum eftir því að einhver fleiri villidýr kæmu upp að hellinum, en enginn ljet á sjer bæra. Kötturinn sá konuna mjólka kúna, hann sá glampann af eldinum í hellinum og fann ilminn af heitri mjólkinni. Þá kom kötturinn fram

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.