Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 5
UMGA ÍSLAND 21 meira að segja áður en púðrið þektist. Hermenn þeirra tíma voru búnir í hringabrynjur og allir gráir fyrir járni. Að vopnnm höfðu þeir sverð og axir og stundum löng spjót. í bardaga, sem jeg ætla að segja ykkur frá, var kóngssonur fyrir öðru liðinu. Þegar orustan stóð sem hæst, og hermenn af báðum flokkum óðu fram i grimmum vígamóði, þá fór lið kóngs- sonar að hopa. Hinum veitti betur. Pótt litlu munaði í fyrstu, var auðsjeð, að flótti var að bresta í lið hans. Her- menn kóngssonar trúðu þvi sjálfir að þeir væru að bíða ósigur. Við það að missa vonina, fjellust þeim hendur og svo fóru þeir að hörfa. »Hví skyldum við vera að berjast lengur, þar sem út- sjeð er um okkur«? hugsuðu þeir. Utarlega í fylkingunni stóð riddari einn og athugaði bardagann. Hann sá að lið kóngssonar hörfaði undan ofur- efli óvinanna. t*á leit hann á sverðið sitt og sagði við sjálfan sig: »Hefði eg hárhvast sverð í höndum, eins og kóngs- sonurinn, þá skyldi jeg ryðjast þangað sem hríðin er hörðust og berjast af hreysti. En hvað get jeg með þessa bitlausu brenglu i höndum?« Án þess að líta á sverðið í annað sinn, lagði hann það við knje sitt og braut það, og henti brotunum. Svo laumaðist hann burtu raggeitin þessi og skyldi fjelaga sína eftir í hættunni. Um sama leiti særðist kóngssonur. Hann hafði mist vopnin í bardaganum, og nú virtist honum líka að öll von væri úti. Hvað gat hann gert, þótt hann væri hetja. Þá var hann bæði þreyttur og sár og þar að auki vopnlaus. Alt í einu kom hann auga á brotna sverðið, þarna lá það í sandinum, þar sem ragmennið hafði kastað því. Kóngs- sonur greip það upp, óð fram í brodd fylkingar og æpti: »Áfram! áfram dreng- ir til sigurs«. Menn hans heyrðu röddina hans djörfu og hraustlegu, litu við og sáu foringja sinn, sem þeir hjeldu að væri fallinn í valinn. Urðu þeir þá svo glaðir að þeir gleymdu öllu öðru; óðu þeir nú fram með þeirri ódæma hreysti að alt varð undan að láta. Óvinirnir tvístr- uðust í allar átlir og kóngssonur vann frægan sigur«. »Þegar jeg verð stór«, sagði Óli, »þá ætla jeg að vera hraustur drengur eins og kóngssonurinn«. »En því ekki að byrja á því nú þeg- ar, drengur minn!« sagði Jón frændi. Heimurinn þarf á hraustum unglingum að halda ekki síður en hraustum her- mönnum. Það er til bardagi fyrir hvern einasta mann, þar sem við verðum að berjast með öðrum vopnum en sverð- um og byssum«„ 0 Einu sinni kom maður i dýragarð og sá þar iíl. Honum þótti þetta næsta nýstárleg sjón, og þegar fíllinn tók með rananum við brauði, sem rjett var að honum, gat hann ekki lengur orða bundist og sagði við fje- laga sína: »Pað hafði mig síst grunað, að til væru svo vanskapaðar skepnur, að þær borði með halanum«. o o o Pjetur og Páll voru að læra um metra- málið og þótti örðugt viðfangs. »Hvað kemur út«, sagði Pjetur, »þegar tvö pund og hálf önnur alin er lagt saman?« »Pað er ekki hægt að leggja saman þyngd og lengd«, sagði Páll, »það er tvent ólíkt«. »Jú«, sagði Pjetur, »tvö pund eru sama sem eitt kíló, og hálf önnur alin er einn meter, svo samtals verður það kilómeter.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.