Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 23 fallcgur«. Fóstra min hafði sagt mjer, að alt væri fallegt, sem Guð hefði skapað. — Já og satt var það. — Pessi fugl fór að verða fallegri og fallegri í mínum augum, næstum því tignarlegur. Nú kom Jónas gamli heim á hlaðið og þá ílaug fuglinn hurlu. Fuglinn þandi löngu og sterku vængina sina og sveif óðfluga út í geiminn og var að lítilli stundu liðinni horf- in sýnum. »Hvað heitir fuglinn?« sagði jeg við Jónas. »Fað er valur«, sagði hann. Síðan sagði jeg honum söguna um rjúp- una og valinn, og að rjúpan væri inni í bæjardyrum. Svo sagði Jónas mjer ýmislegt um valinn, t. d. að hann slægi rjúpurnar með vængjunum svo þær dyttu dauðar nið- ur; síðan tætli hann þær sundur með nef- inu og æti þær, og þeir fuglar, sem dræpu þannig aðra fugla sjer til fæðu, væru kall- aðir ránfuglar. Öll þessi athugun mín gekk nú býsna fljólt, enda var nú þörf á því í þetta sinn, því nú þurfti jeg að fara að vita hvernig rjúpunni liði inni i dyrunum. Nú flýtti jeg mjer inn i dyrnar. — Mjer til innilegrar gleði sá jeg *að rjúpan var snarlifandi, Hún flaug alveg upp i mæni þcgar jeg kom inn. Ilún hefir kannske hugsað að valurinn væri á leiðinni, því ekki hjelt jeg að hún hrædd- ist mig, þar sem jeg vildi svo feginn lijálpa henni. Jónas gamli náði rjúpunni og fjekk mjcr liana og sagði mjcr að jeg skyldi sýna fóstru minni hana. Pað ljet jeg ckki segja mjer tvisvar, en fast þurfti jeg að halda utan um rjúpuna, til þ'ess að missa hana ckki. Fóstra mín horfði góðlátlega framan í raig og rjúpuna, meðan jeg ljet dæluna ganga um það, sem fyrir mig hafði komið þennan dag. »Nú verðurðu að fara út með blessaðan litla fuglinn. Sjerðu ekki angistina, sem skín í gegnum litlu augun? Pú verður að fara strax út með hana, annars deyr hún af hræðslu«. Jeg fann að hjartað barðist ótt i elsku litlu rjúpunni og aldrei’hafði jeg kent eins mikið í brjósti um nokkra skepuu en ein- mitt þessa rjúpu, fasta í krumlunum á mjer. »Jeg verð að flýta mjer út með hana«, hugs- aði jeg. — En Jónas gamli þurfti endilega að segja mjer ögn um rjúpuna, áður en jeg slepti henni. Lappirnar á henni væru svona loðnar, til þess að henni yrði ekki kalt, þegar liún væri að krafsa upp snjóinn, til þess að ná sjer i fæðu, eða þegar hún væri að grafa sig í fönn á kölduin vetrarkvöldum. Svo hefði hún sarp, sem hún gæti geymt lauf og ýmislegt góðgæti í og fylti hún hann, að svo miklu leyti sem hún gæti, á undan hríðum og hörkum, Svo hefði Guð gefið henni tvennan fatnað, hvitan og mógráan, til þess að henni gengi betur að fela sig fyrir valnum. — Fetta sagði hann mjer um rjúpuna, en siðar reyndi jeg að fræðast meira um hana. Nú hljóp jeg af stað út á hlað með rjúp- una, kysti hana á litla höfuðið og ljet hana varlega niður á hlaðið. Jeg sá að hún leit til min þakklætisaugum fyrir lijálpina. Sið- an lyfti hún sjer Ijettilega til flugs og sveif á brott i skinandi geiminn, rjett eins og hún ætlaði aldrei framar að koma til þess- arar jarðar. Sól og blær kystu hana og sam- glöddust frelsi hennar. Tilfinningum minum og rjúpunnar, á þessari stundu, getur sjálf- sagt enginn lýst með orðum. En sælt er að geta hjálpað í neyð og hreinar eru þær gleðilindir, sem upp úr þeim jarðvegi streyma. Jón Krisljánsson. SL Óhlýðin marama. »Komdu upp á loft, jeg ætla að þvo á þjer hendurnar«, sagði mamma Siggu (Sigga var þriggja ára). »Jeg vil ekki fara upp«, sagði Sigga. »Láttu hana þvo sjer hjer niðri, það er alveg eins gott«, sagði amma. »Nei, jeg vil að hún komi strax upp«, sagði mamma. Sigga rölti upp eins hægt og hún gat, »Ó«, sagði hún og leit tárvotum ásök- unaraugum til mömmu sinnar, »af hverju hlýðir þú ekki mömmu þinni«.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.