Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.03.1922, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 19 og sagði: »Óvinur minn og kona óvinar míns, hvert fór villikýrin?« Konan brosti og sagði: »Villidýr,rfarðu aftur til skóganna. Jeg er búin að læra að þekkja þig, og hefi lagt til hliðar herðablaðið með galdrastöfunum, og við þörfnumst ekki fleiri vina nje þjóna í hellinum«. Kötturinn sagði: »Jeg er hvorki vinur ykkar nje þjónn! Jeg er köttur og er í sjálfsmensku og mig langar til að koma inn í hellinn ykkar«. »Hvi komstu þá ekki með fyrsta vin- inum okkar fyrsta kvöldið«, sagði kon- an. Kötturinn varð vondur og sagði: »Hefir villihundurinn verið að bera sög- ur af mjer?« En konan brosti og sagði: »Þú ert köttur í sjálfsmensku; allir stað- ir eru þjer jafngóðir; þú ert hvorki vin- ur nje þjónn. Þetta hefirðu sjálfur sagt. Farðu og eigðu með þig sjálfur hvert sem þig lystir!« Þá varð kötturinn hryggur og sagði: »Má jeg þá aldrei koma inn í hellinn? Má jeg þá aldrei baka mig við eldinn? Fæ jeg þá aldrei volga, hvíta mjólk að drekka? Þú ert vitur og fögur kona. í*ú ættir ekki einu sinni að gera kelti mein!« »Jeg vissi að jeg er hyggin«, sagði konan, »en að jeg væri falleg, það vissi jeg ekki. Jeg vil þess vegna gera kaup við þig. Ef jeg segi nokkurntíma eitt orð þjer til lofs, þá mátt þú koma inn í hellinn«. »En ef þú segir tvö orð mjer til lofs?« sagði kötturinn. »Það kemur aldrei’;til«, sagði konan, »en ef jeg segi tvö orð þjer til lofs, þá mátt þú baka þig við eldinn í hellinum«. »En ef þú segir þrjú?« sagði köttur- inn. »Það skal aldrei verða«, sagði konan, »en ef jeg segi þjer þrjú orð til lofs, þá skaltu fá mjólk hjá mjer þrisvar á dag um ókomna æfi«. Þá skaut kötturinn upp krippunni og mælti: »Þið, hrosshúðin fyrir liellis- munnanum, eldurinn insl í hellinum og mjólkurílátin við hlóðirnar, munið nú hvað óvinur minn, og kona óvinar míns hefir látið um mælt!« Því næst hvarf hann út í villiskógana, dinglaði rófunni og var sjálfs síns herra. (Frh.) Sí Maurinn og dúfan. Dálítill maur datt ofan í poll. »Ó, hjálpið mjer, hjálpið mjer, jeg er að drukna«, æpti hann. Dúfa var þar nálægt og heyrði til maursins. »Jeg skal kasta til þín laufblaðk, sagði hún. »Hjerna er laufblað handa þjer, litli maur. Klifraðu upp á það, og svo ber straumurinn þig að landi«. »0, þakka þjer fyrir, góða dúfa«, sagði maurinn og skreið upp á bakk- ann. »Þú hefir frelsað líf mitt«. Fáum dögum siðar var dúfan í óða önn að byggja sjer hreiður. Skamt frá henni var maður með byssu. »Hann ællar að skjóta dúfuna«, kall- aði mauiinn. Jeg verð að koma í veg fyrir það«. Maurinn skreið til mannsins og beit hann í hælinn. »Ó, hællinn á mjer, hællinn á mjer«, æpti maðurinn og misti byssuna. Við hávaðann flaug dúfan upp. Þeg- ar maðurinn var farinn, kom dúfan aftur og sagði: »Þakka þjer fyrir, litli vinur. í dag hefir þú frelsað líf mitt!«

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.