Unga Ísland - 01.03.1922, Side 6

Unga Ísland - 01.03.1922, Side 6
22 UNGA íSLA|ND Yalurinn og1 rjúpan. Pað var ískaldur vetur. Fósturjörðin var sveipuð bljæunni sinni hvítu. Já, pað var svo mikillý snjór, að skepuurnar, sem úti purftu að lifa, áttu mjög erfitt með að aíla sjer fæðu. Jeg var dálítill drenghnokki, lítið eitt liærri en rúmstokkurinn minn. Jeg sat inni í hlýju baðstofunni og hafði litla hug- mynd um lífsbaráttu dýranna, sem úti i kuldanum voru. Mig langaði til að koma út pennan dag og jeg'fjekk leyfi til pess. Jeg var klæddur í hlýjustu fötin min og svo fór jeg út, heldur mannalegur, að mjer fanst. Pað sem jeg sá .fyrst, pegar jeg kom út á hlaðið, var| snjórinn. Pegar jeg kom upp fyrir bæinn, sá jeg stóran hóp af hrossum, sem voru í óða önn að krafsa upp snjóinn með sterku^fótunum sínum, til pess að ná sjer í einhverja llfsnæringu. Á stóru svæði höfðu pau rótað SDjónum til og sópað hon- um í smáliauga. Milli pessara hauga sást svo í bera jörð. Jeg gekk nú, nei, kútveltist í fönninni áleiðis til hrossanna, pví jeg hafði gaman af hrossum. Sá jeg pá að eitthvað var á iði í hrossakröfsunum. Ekki voru pað snjóköglar, líkt var pað samt á litinn. Nei, pað voru rjúpur, blessaðar rjúpurnar, alveg eins og snjórinn á litinn. Einhvern tima sumarið áður hafði jeg sjeð rjúpur móleitar á litinn. »Hvernig stendur á pessu?« hugsaði jeg. — Jú jeg mundi eftir pví að Jónas gamli hafði sagt mjer, að rjúpurnar væru hvítar á veturna en móleitar á sumrin, en til hvers pað væri svo, hafði hann ekki sagt mjer, en seinna fjekk jeg að vita pað. Parna voru rjúpurnar að krafsa með litlu fótunum sínum og tína smálauf í sorpinn sinn. Hest- arnir höfðu hjálpað peim með pvi að rífa upp pað mesta af snjónum, en líklega hafa peir litla hugmynd haft um pað. »Ætli allar rjúparnar, sem til eru, sjeu parna«, hugsaði jeg. Brátt fjekk jeg að vita, að svo var ekki. Alt í einu sá jeg pá sjón í fyrsta sinn, sem jeg hef oft sjeð síðan og pykir ætíð sárt að sjá. Pað var valur að elta rjúpu. Val hafði jeg aldrei sjeð áður og vissi jeg pví ekki hvaða fugl petta var, sem var að elta rjúpuna, en hitt hafði jeg óljósan grun um, að rjúpan væri parna í hættu slödd. »Ó, að jeg væri svo mikill maður að geta hjálpað blessaðri rjúpunni«, sagði jeg við sjálfan mig. Rjúpan var farin að fljúga lágt og auðsjáanlega var hún orðin dauðpreytt. Hún stefndi til rjúpnanna, sem voru í hrossakröfsunum og stóri fuglinn á eftir. Pá sá jeg að pær fóru að kúra sig og gera sig svo litlar sem pær gátu. Jeg ætlaði nú að hlaupa inn og segja frá pessu, en pegar jeg kom heim á hlaðið, dettur rjúpan niður, skamt frá fótunum á mjer. Hún hafði pá tekið pað ráð, að fijúga lieim að bænum. — Parna lá blessuð rjúpan og stóri fuglinn sveif í lofti uppi yfir henni og vildi víst gjarnan ná i hana, en jeg held að hann hafi verið liálfhræddur við mig, minsta kosti ljet hann hana vera og setlist á hól fyrir utan bæinn. — Rjúpan var nú farin að vappa á hlaðinu, en svo var hún hrædd, að hún skreið inn í bæjardyrnar. Jeg flýtti mjer að skella hurðinni aftur. Nú var rjúpan ekki í neinni hættu. Nú fór jeg að horfa á fuglinn, sera sat á hólnum. Ægilegur pótti mjer hann ásýndum. Samt gat jeg ekki stilt mig um að horfa á hann. Hann var nærri hvitur á litinn, með langa og sterklega vængi, sterklega fætur og stutt og bogið nef með krók á endanum. »Guð hefir pá vist skapað pennan fugl«, hugsaði jeg, »og pá hlýtur hann líka að vera

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.