Unga Ísland - 01.10.1927, Síða 6
78
UNGA ÍSLAND
Japan.
4. Ferðalag.
Ef við gætum ferðast til þessara
fögru eyja, þá myndum við fyrst
stíga á land í Jokóhama. Það er stór
hafnarborg á einni af eyjunum fjór-
uin. Við dveljum þar ekki Iengi, því
þar er fólkið likara því, sem við eig-
um að venjast. Þar, eins og við aðrar
stórhafnir, kynnast menn siðum
margra þjóða og leggja niður margt
hið þjóðlega. Við ferðumst inn i land-
ið, til þess að fá rjetta hugmynd um
Japan. Við getum ferðast með járn-
brautarlest eða látið aka okkur í bör-
um, og við geturn gengið á stráskóm,
sem fást þar fyrir fimm aura. Þegar
þeir slitna, fleygjum við þeim og fáum
nýja. Víða verðum við að klifra, því
Japan er næstum því allur hálendur,
nema umhverfis Tokio. Við göngum
upp um háar hæðir eftir steinlögðum
strætum í borginni. Þaðan hölduin við
upp um sveitir. Þar er sægur af örsmá-
um bændabýlum. Fólkið á hrísgrjóna-
ökrunum er ólíkt því, sem við eigum
að venjast. Það hefir stráhatt á höfði,
sem er svo stór, að hann líkist skaft-
lausri regnhlíf. „Kimonan“ er girt upp
fyrir mitti og berir leggirnir eru oft
niðri í leðju upp að hnjám. Á ferðinni
upp hæðirnar sjáum við terækt Þar
vex líka mórberjatrje víða, sem silki-
lirfan lifir á. Alt er þetta ræktað á litl-
um landblettum af þúsundum smá-
bænda. Við sjáum menn draga vagna,
eða ýta þeim á undan sjer. Jarðirnar
eru svo litíar, að bændurnir geta ekki
hal't hesta, og aka svo hrísgrjónum,
trjávið og öðru á sjálfum sjer. Mjög
óvíða sjáum "sdð búfje.
5. Japanskt musteri.
Setjum svo, að við ætlum að heim-
sækja musterið i bænum Nikko. Við
klifrum upp skógarhæð vaxna stórum
furutrjám. Við heyrum árnið og kom-
um að stríðum straumi, sem fellur
niður brattann. Tvær brýr eru þar,
önnúr fagurrauð. Hún er að eins fyrir
guðina og keisarann. Hin er grá að lit.
Eftir henni göngum við yfir ána, og
heim að musterinu gegnuin hvítt hli'ð
skreytt gulli. LjósleitOr hringmúr er
umhverfis musterið. Innan þeirra eru
glæsilegar byggingar, þar sem fjársjóð-
ir helgidómsins eru geymdir. Eilt
þeirra er hesthús. Þar eru helgir fák-
ar, fannhvítir að lit. Þar er stór granít
gosbrunnur, með helgu vatni ofan frá
fjöllunum. Byggingarnar eru hvítar og
giltar að lit, en bak við er dökkgrænn
furuskógurinn. Innan ystu hringmúr-
anna eru tveir aðrir múrar. Á þeim
eru hlið fögur og skrautleg. Þar eru
grafnar myndir af ýmsum undraver-
um, dýrum og jurtum. Þar er t. d. út-
skorinn hvítur köttur, sem sagt er að
depli augunum, þegar fer að rigna.
Þar eru drekar og tígrisdýr, sem líkj-
ast mjög lifandi dýrum. Þar eru mynd-
ir af þremur öpum. Einn hylur augu
sín með hendinni, annar eyrun og
þriðji munninn. Þetta á að tákna:
Sjúðu ekkert ilt, lieijrðu ckkcrt ilt og
talaðu ekkert ilt. Innan í insta hring-
múrnum er helgidómurinn sjálfur. Við
förum inn um gylt hlið og sjáum gylt
musteri. Við göngum þar inn, en það
er tómt að öðru leyti en því, að svart
borð er á miðju gólfi og á því spegill-
En hann á að vera tákn spekinnar.