Unga Ísland - 01.10.1927, Side 4
76
UNGA ÍSLAND
„Það geri jeg“, sagði álfkonan.
„Ó, er það salt“, sagði Maria. „Hef-
irðu gullúr og perlubönd og brúður,
sem geta opnað augun og lokað þeim?“
Maríu varð litið í spegilinn og sá sig
og álfkonuna. Kinnarnar á henni voru
eins og rósir og augun eins og stjörn-
ur. En sjálf var María föl og dapur-
leit. „Æ, nei, annars", sagði hún. „Jeg
vil ekki brúður og perlubönd. Jeg vil
bara vera eins og þú, með rjóða vanga
og varir. Ó, hvað mamma yrði þá
kát“.
„Það gleður mig, að þú velur svona
viturlega“, sagið álfkonan. „Ef þú sef-
ur við opna glugga á nóttunni, og leik-
ur þjer úti á daginn, þá skal jeg sjá
um að þú fáir ósk þína uppfylta. Viltu
koma úl með mjer?“ sagði hún og tólc
í hönd Maríu og leit út um gluggann.
Þær sigldu út um opinn gluggann.
Stjarnan framan á húfu álfkonunnar
íýsti þeim leiðina. Það var einni stund
eftir miðnætti og stjörnurnar tindruðu
í myrkblámanum. Bærinn hennar Mar-
íu hvarf þegar. Þær voru komnar langt
út í geim. María varð hrædd, en óðara
en hún leit framan í álfkonulia varð
hún róleg og glöð.
María var nú búin að ferðast svo
Jangt með álfkonunni, að henni datt í
hug að gaman væri að vita hvað hún
hjeti. Hún sagði því mjög ísmeygilega:
„Hafa álfarnir nöfn?“
„Það hafa þeir“, sagið álfkonan.
„Þegar jeg sigli í loftinu, eins og
núna, nefnir fólkið mig GoIu“.
Þær flugu nú yfir grænt tún og grös-
in hneigðu sig, eins og fólk í dansleik.
Þær flugu gegnum skóg, og birkilaufin
fóru í hvíslingaleik.
Uppi á skógarhæðinni var Htið hús.
Alt var hljótt og þær settust á glugga-
silluna, Iögðu ennið að rúðunni og litu
inn.
Stjarnan á húfu álfkonunnar gerði
glaðabjart í stofunni. Þar svaf lítil
stúlka í rúmi sínu. Hún bylti'sjer og’
talaði upp úr svefninum. Andlitið var
góðlegt og fallegt, en fölt og veiklulegt.
„Ó, þetta er hún Bína, leiksystir
mín“, sagði María. „Hún er í skólan-
um með mjer. En hvað hún er föl“.
„Já“, sagði álfkonan og andvarpaði.
„Jeg kem að glugganum hjá henni á
hverri nóttu með gjafirnar mínar, en
hann er altaf harðlokaður. Á daginn
kemur hún sjaldan út til að sjá mig“.
„Jeg skal segja henni þetta“, sagði
Maria, hún fer þá ef til vill að opna
gluggann sinn“.
Þær svifu fram hjá reykháfnum.
María hóstaði, af því að hún andaði
ofurlitlu af reyk að sjer. Hún varð líka
dálítið hrædd, af því að hún sá neista-
flug í reylcnum, en álfkonan góða sá
um, að ekkert grandaði henni .
Þær flugu upp, hærra og hærra. Þær
stefndu nú að litlu lnisi; það var svo
skrítið. Fyrst var það eins og depill,
svo langt var það burtu. Þegar þær
komu nær, sáu þær að gluggarnir voru
opnir, og tjöldin fuku út og inn.
„Við skulum fljúga beint inn“, sagði
álfkonan. Þær gerðu það lika, og námu
staðar á rúminu til fóta. En hvað stof-
an var inndæl, alt var svo hreint og
snoturt. Þær gáfu sjer nú ekki tíma til
að athuga margt þarna inni, því að lít-
ill drengur ineð rósrauðar kinnar svaf
þar í vöggu. Á öðrum stað stóð fann-
hvítt rúm. Þar lá skinandi falleg lítil
stúlka. Kinnarnar á henni voru eins
rauðar og á brúðunni hennar Maríu.
„Ljómandi er hún falleg, en hvað
hún sefur vært“, sagði María. Hún leit