Unga Ísland - 01.10.1927, Side 8
80
UNGA ÍSLAND
göngustafirnir þeirra væru holir inn-
an, og silkifiðrildisegg geymd þar
innan i. Þessi egg urðu að lirfum
(tólffótungum) og þær aftur að fiðr-
ildum, sem urðu forfeður allra vest-
rænna silkifiðrilda. Frá Miklagarði
(Konstantinopel) barst silkiræktin lil
Sikileyjar árið 1146. Var það að ráð-
um Rogers II. Stofnaði hann verk-
smiðju í Palermó. Þaðan barst það til
ítaliu og Spánar á 13. öld. Til Frakk-
lands og Niðurlanda kom það fyrst
árið 1521. Strokumenn fluttu það frá
Antverpen til Englands. Það voru mót-
mælendur ofsóttir af kaþólskri kirkju
Allar tilraunir til að rækta silki á Eng-
landi hafa þó mishepnast. Einna mest
reyndi James I. og síðar bresk-írska
silkifjelagið 1828.
Á síðari tímum hefir kynið verið
hætt með eggjum frá Kina.
Kínverjar unga út eggjunum við ofn-
hita. Því minni sem hitinn er, Því
seinni er ungunin, en því stærri verða
líka lirfurnar, þegar þær fara að spinna.
Þeim eru gefin lauf af hvítu mórber-
trje, en þau eta einnig lauf af höf-
uðsalati. Þegar lirfan er fullvaxin,
spinnur hún þráðinn og vefur um sig,
svo að hún lítur út eins og þráðar-
leggur. Hún er þá á stærð við litlafing-
ur á fullorðnum karlmanni. Þráður-
inn verður til úr seigum vökva, sem
myndast í kyrtli á afturenda lifrunnar.
Nokkrar lirfur eru valdar úr og
geymdar, til þess að fá ný fiðrildi.
Hinar eru settar i heitt vatn og þvegn-
ar. Þá er undið af þeim og tvinnað
og margfaldað, uns það verður nógu
sterkt, til þess að vefa úr því. Þá er
silkið ljósgult að lit og nefnist hrá-
silki. Þannig er það flutt í verksmiðj-
urnar, þar sem það er litað og unnið í
dýrindis dúka. Lyon á Frakklandi er
frægust horg fyrir þann iðnaði.
Frh.
0
Fiðrildið.
Einu sinni voru þrjú fiðrildi, hvítt,
rautt og blátt. Einn dag voru þau að
Jeika sjer i sólskininu. Alt í einu fór
að rigna. Þau flýttu sjer heim. En
dyrnar voru lokaðar og þau fundu
hvergi lykilinn. Þau fóru þá til rósar-
innár, og háðu hana að opna blóinið
fyrir sjer og lofa sjer inn.
„Jeg skal Iofa því rauða inn, það er
eins á litinn og jeg, en hin l'á ekki að
koma inn“.
Þá sagði rauða fiðrildið:
„Ef hræður mínir fá ekki að koma
inn, þá vil jeg ekki koma inn heldur“.
Þau flugu nú til liljunnar og háðu
hana að Ijúka sundur hlóminu, en hún
sagði:
„Jég skal lofa því hvíta að koma
inn, það er eins á litinn og jeg, en hin
fá ekki að koma inn“.
Hvíta fiðrildið sagði:
„Fyrst hræður inínir fá ekki að
korna inn, vil jeg ekki heldur koma“.
— Og svo flugu þau hurt.
Sólin sá hve góð fiðrilin voru hvort
við annað. Hún fór að skína og þurk-
aði vængina á þeim öllum, svo að þau
komust heim. Dyrnar voru opnar og
þau flugu inn. Síðasti geislinn hafði
opnað þær fyrir þau.