Unga Ísland - 01.10.1927, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.10.1927, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 87 ins. Við það mun þjóðinni vaxa heilsa og hreysti, og þá munu menn ekki drukna í lygnu við landsteina. Hjátrú. Fyrir skömmu fundust rómverskir peningar á botni árinnar Mosel, sem er þverá Rínar. Fornfræðingar segja, að i'yrir æfalöngu hafi maður tekið 150 peninga, bundið um þá klút, sett ofan í dýrindis ker, og kastað út í ána, til þess að múta árguðinum til að valda sjer ekki tjóni af flóði, bátstapa eða öðru. — Við hlæjum að hjátrúnni og segjum: svona var það í fornöld. En þegar við heyrum að til eru engu betri bábiljur nú á dögum, þá fer ai' okkur hláturinn. Galdrar. Fyrir fáum vikum stefndi kona á írlandi bónda einum fyrir að hafa sak- að sig um galdur. Konan hjet Isabella Hazelton. Kýr bóndans veiktist, og bóndi kendi um göldrum ísabellu. Hann brendi reyr fyrir vitum kusu. En það á að vera óbrigðult ráð gegn galdrasótt á kúm. Síðar batt hann rauðri dulu um hala hennar. Það átti að bæja frek- ari galdraárásum. Þetta barst út, og allir í sveitinni trúðu því, að frú Hazelton hefði valdið sótt kýrinnar með gjörningum sínum. Enginn vildi tala orð við hana, og allir sneiddu hjá henni. Hún kærði þá bónd- ann fyrir róg og vann málið. Hefði hún lifað nokkrum mannsöldrum fyr, er líklegt að hún hefði verið brend á báli. Vörn við bílslysum. H'il er hjátrú víðar en á írlandi. Á Englandi er það trú sumra, að það verndi menn fýrir bílslysum, að hengja brúðu framan á bílinn. Þeir hinir sömu virðast þó allra manna líkleg- astir til slysa, þar sem þeir treysta á hepni, en ekki á eigin varúð og hyggju- vit. Kynleg ræktunaraðferð. Á Rússlandi hafa bændur oft lítið fyrir að bera áburð á akra sína. Hitt álíta sumir þeirra að gefi betri raun, að fá prestinn til þess að skvetta vígðu vatni yfir moldina. Nú getur hver einn skygnst um sína sveit, til þess að kom- ast að hvort Islendingar eiga nokkur í vitum sínum af hjátrú og hindur- vitnum. Má jeg vera með? Fallegúr lækur rann niður brekk- ur. Ein aldan elti aðra. Lítill drengur nam staðar á bakkanum. Hann virti lækinn fyrir sjer og sagði: „Litli fallegi lækur. Lofaðu mjer að vera með þjer“. „Jeg má ekki biða eftir þjer“, sagði lækurinn. „Jeg á svo annríkt" ' „Hvað g'etur þú gert“, sagði dreng- urinn. „Það skal jeg segja þjer. Jeg ætla niður að mylnu og snúa hjólunum, svo að kornið verði að mjeli. Jeg' ætla að flæða yfir engið og vökva blómin. Jeg ætla að renna heim að bæjunum, svo að fólkið geti drukkið og baðið sig og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.