Unga Ísland - 01.02.1933, Page 8
20
UNGA ÍSLAND
in 4. Hann mátti þá fara að borða nónmatinn.
Hann leysti af sér nestispokann. Hvað skyldi
]mð nú annars vera, sem honum hafði verið _
skammtað? Það væri gaman að vita það. Siggi
leysti frá pokanum og tíndi matinn upp úr
honum og setti í kjöltu sér. Jú, þarna var rúg-
brauð, hveitibrauð., smjör, ostur, harðfiskur
og mjólk.
Siggi byrjaði á brauðinu. Honum þótti svo
gott bveitibrauðið. En það var eins og það
stæði allt í honum. — Hann gat ekki borðað
nema einn sneið. Hann hafði ekki lyst á því.
Sigga varð litið norður á heiðamar. Þarna
var hann þá að koma með þokuna, eins og hún
var þá líka skemmtileg. Hún teygði sig smátt
ogsmátt suður heiðarnar, að lokumvar hún bú-
in að hylja alla útsýn fyrir Sigga, svo að liann
sá naumast yfir ærnar, sem voru á beit allt í
kring um hann. Það fór hrollur um hann. Hún
var svo leiðinleg þessi þoka. Það var eins og
hún ætlaði að gleypa allt. _— Hún var svo mis-
kunnarlaus, köld, grimm og grá, þar sem hún
þeyttist allt í kring um hann, eins og grár
ullarflóki.
Siggi starði með tárvotum augum út í þok- ■
una. En hvað var þetta? Honum sýndist svart
ferlíki koma fram úr þokunni. Hann varð
ákaflega hræddur. Gat ekki skeð, að þetta væri
huldumaður úr svörtu klettunum í gilinu, eða
hólunum. Alls staðar gat huldufólldð verið.
Hann hafði svo oft hevrt fullorðna fólkið tala
um það.
Huldufólkið fór helst á kroik í þokunni. —
Þá voru allar illar vættir á ferli. — Þetta gat
líka verið tröll, sem væri á mannaveiðum. Siggi
svitnaði af hræðslu. Það fór titringur um hann
allan af skelfingu. — Hann var kominn að
því að hníga niður. I því birti lítið eitt til þok-
una, svo að Siggi sá, að þetta var þá bara stór
steinn, sem sýndjst svona hrikalegur í þokunni.
En þokuna dreif yfir aftur, og hún varð jafn
grá og leyndardómsfull sem fyr. — Sigga lá
við að reka ærnar af stað heim. Hann gat varla
haldist hér við lengur. Allt var svo ömurlegt í
])okunni. Klettarnir sýndust svo háir og illi-
leo-ir og hólarnir eins og risafjöll, sem hefðu
])að til að steypast vfir hann, þegar minnst
varði. Siggi bað guð hátt og í hljóði að leysa
-sig frá þessu leiða verki. Hann vonaði að guð,
sem er öllum svo góður, mvndi hjálpa sér, þó
að pabbi hans væri svona harður við hann. En
pabbi hans gat nú varla annars verið góður, úr
því að hann píndi hann við hjásetuna. Hann
skyldi víst ekki kyssa hann, þegar hann kæmi
heim í kvöld.
Siggi leit á klukkuna. Það var þá kominn
tími til að fara heim. Hann mátti þá fara að
ganga kring um ærnar og reka þær af stað
þeim. Það gerði ekkert til, þó að hann Lubbi
hlypi í þær, rétt sem snöggvast, þær rækjust þá
betur heim á leið.
Þegar Siggi kom ofan á dalbrúnina, sá hann
að þokulaust mundi með öllu niðri í byggð-
inni. Hann rak ærnar í kvíarnar, áður en hann
fór heim. Hann sá pabba sinn vera að slá fram
átúninu, en nú ætlaði hann ekki að heilsa hon-
um. Nei hann gat ekki komið sér að því, þar
sem liann ætlaði honum, svona ungum, að sitja
hjá allt sumarið.
„Ætlarðu ekki að heilsa. pabba, eins og þú
ert vanur, Siggi minn“, kallaði pabbi hans
framan af túninu.
Siggi stóð kyr um stund. — Hvað átti hann
að gera, átti hann að hlaupa heim og láta sem
hann heyrði ekki, eða átti hann að fara til
pabba síns og heilsaði lionum, eins og hann var
vanur? Jú, hann gat ekki ánnað en gegnt hon-
um j)abba sínum. Honum hafði alltaf þót.t svo
vænt um hann.
„Komdu sæll, pabbi“, sagði Siggi fremur
lágt o~ kvssti pabba sinn.
„Komdu sæll, elsku drengurinn minn“
sagði pabbi .hans og klappaði á kinnina á hon-
um. „Hefir þér leiðst í dag. Mér sýnist þvi
eitthvað svo daufur í dálkinn“.
„Já“, sagði Siggi og leit niður á fætur sér.
„Eg- get ekki setið hiá í sumar. það er svo voðe
leiðinlegt. Þú mátt ekki þröngva mér til þess,
pabbi“.
„Þú mátt ekki láta þér leiðast, góði minn‘ ‘,
sagði pabbi hans blíðlega. „Þú verður að herða
þig upp og bera þig karlmannlega. Það er svo
margt, sem maður verður að láta á móti sér í
lífinu. Þú hefir ekki nema gott af því að láta
á móti þér, meðan þú ert. ungur, þá verðurðu
hæfari til að taka á móti erfiðleikum lífsins,
])egar ])ú eldist. Ef þú sigrar ]>essa þína fyrstu
]>raut, þá áttu hægra með að sigra ])á næstu.
—Þú verður meiri maður. — En ef ])ú vilt ekk-
ert á þig leggja. eða láta á móti þér, þá áttu
á hættu að verða vesalmenni. —
En ég vil að drengurinn minn herði sig og
verði duglegur, pabba til gleði og öðrum til
fyrii'myndar“. —