Unga Ísland - 01.02.1933, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.02.1933, Blaðsíða 10
22 UNGA ÍSLAND SnæfHlsjökull (atS sunnnn). efu ára en hinn tólf. Bárður tók þá báða, undir sína hönd hvorn, og gekk með þá til fjalls. Enn er hann kom í fjallið upp, kastaði hann Rauðfeldi í gjá eina og svo djúpa, að Rauðfeldur var þeg- ar dauður er niður kom. Hann gekk með Sölva nokkru lengra, þar til hann kom á hamar einn háan. Þar kastaði hann Sölva ofan fyr- ir og dó hann svo. Þar heitir síðan Sölvahamar. Eftir það gekk hann til Arnarstapa og segir dauða þeirra bfæðra. En er Þorkell bróðir hans fréttir þetta, fer hann þegar á eftir Bárði. Og er þeir fundust varð eigi af kveðjum, utan þeir ráðast þegar á og varð mikill atgang- ur, því báðir voru sterkir. Það varð um síðir, að Þorkell féll og brotnaði lær- leggur hans, en Bárður gekk heim. Svo brá Bárði við þessa viðureign og hvarf dóttur sinnar, að hann gerðist bæði þögull og illur viðureignar. Undi hann þá ekki lengur að Laugabrekku og gaf jörðina vini sínum, er Sigmund- ur hét. Eftir þetta hvarf Bárður á braut og trúðu menn því, að hann hefði tekið sér bólfestu upp í jöklinum og byggt þar stóran helli, því að það var honum meira að skapi að vera í stór- um hellum en húsum, eins og hann hafði vanist hjá Dofra fóstra sínum í Dofrafjöllum. Er sagt, að hann hafi verið tröllum líkari að afli og vexti en mennskum mönnum, og var því lengt nafn hans og kallaður Bárður Snæ- fellsás. Trúðu menn á hann sem bjarg- vætt sinn þar á nesinu, enda hjálpaði hann mörgum. Einn af vinum Bárðar hét Ingjald- ur og bjó að Ingjaldshóli. Hann var sjómaður mikill og reri oftast einn á báti. Hetta er nefnd tröllkona. Hún var hin mesta galdranorn og ill viðureign- ar. Það var einn tíma, að hún lagðist á fé Ingólfs bónda og gerði honum mik- inn skaða. En er hann vildi hefna fjár- drápsins, þóttist hún vilja bæta honum skaðann og vísaði honum á fiskimið, þar sem aldrei mundi fisk bresta, en það var æði langt frá landi. Þetta var um hausttíma. Daginn eftir rær Ingj- aldur og var einn að vanda. Veður var gott. Rær hann nú á mið það, sem Hetta hafði vísað á og er þar nægur fiskur. Litlu síðar dró flóka á Ennis- fjall og kom því næst vindur og fjúk með frosti. Gerði svo myrkt, að eigi sá stafna á milli á bátnum. Tapað hafði Ingjaldur önglum sínum og öllum veið- arfærum. Þykist hann nú vita, að þetta myndu allt vera ráð Hettu, og að eigi myndi hann komast til lands vegna

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.