Unga Ísland - 01.02.1933, Síða 12

Unga Ísland - 01.02.1933, Síða 12
24 UNGA ÍSLAND kann að opna þá kistu. Þjóðsagan seg- ir, að hann ve^ði að vera fæddur af sjö- tugri kerlingu og lifa eingöngu á kaplamjólk, þangað til hann er 18 ára. En þá getur hann líka eignast öll auð- æfin, sem eiga að vera geymd í kist- unni. Margar fleiri sögur eru af Bárði og liðveislu hans við vini sína undir Jökli, en um það getið þið lesið í „Sögunni af Bárði Snæfellsás". II. Snæfellsjökull er einstætt fjall vest- ast á Snæfellsnesi. Mikil eldgos hafa orðið þar til forna og mörg hraun runnið frá fjallinu og breiðst út um hlíðarnar og láglendið í kring. Að vest- an nær hraunið alveg fram í sjó. Er hraunbrúnin þverhnýpt og full af gjám og hellisskútum, sem sævarbrim- ið sogast í gegnum með þungum drun- um þegar ósjór er. Snæfellsjökull er keilumyndaður og toppurinn þakinn jökli, sem nær sumstaðar langt niður í hlíðar, alveg eins og til forna, þegar Bárður og félagar hans lögðu að landi. Efst á toppnum eru þrír hnúkar, sem hæst ber á og vanalega eru nefndir ,,Jökulþúfur“. Hæst ber á miðþúfunni og er hún 1446 m. yfir sjávarmál. Vest- asta þúfan er hulin jökli eins og þið sjáið á myndinni. Rákirnar á myndinni eru sprungur í jökulísinn. Þær eru djúpar með eggsléttum og glerhálum ísveggjum. Það er oftast bráður bani að detta ofan í svona ísgjár og því verð- ur jafnan að fara varlega, þegar geng- ið er á jökla. Ef lausasnjór er á jöklin- um, getur hann byrgt sprungurnar og svo veit maður ekki fyr en snjóhulan brestur og jökulsprungan gleypir bráð sína. Snæfellsjökull er með fegurstu fjöll- M AÐURINN, SEM STAL FRÁ SMÁBÖRNUNUM. Hinn sakborni var beðinn að standa upp meðan dómurinn var lesinn. Karl bankastjóri stóð upp og beið dómsins. Allir biðu með at- hygli. Enginn sá neitt á honum. Hann var eins kaldur og rólegur og hann haí'ði nókkurntíma verið. Hann var sýknaður, og það var honum nóg. Hann gekk út frjáls maður. En uágrannarnir voru breyttir. Úieðan málið stóð yfir, hafði hann farið í skemmtiferðir, notið lífsins og evtt peningum. Það þótti mönn- um illa við eigandi, þar sem hann hafði sett banka á höfuðið og gert marga félausa. Karl bankastjóri gekk niður götuna. Hann var að hugsa um, hve snjall verjandi hans lmfði vqrið. Það var líka besti lögfræðingur landsins. Það varsnilld hans að þakka, að hanu var ekki settur í fangelsi. Hann mætti fjölmiirgum kunnugum andlit- um. En allir sneiddu fram hjá honum, eða þeir létust ekki þekkja hann. Þarna voru frúr, sem þegið höfðu af honum veislur og ýmsan greiða, en engin þeirra virtist nú þekkja hann framar. Hann brosti með sjálfum sér. Það var eins og öllum væri það vonbrigði, að hann slapp við fangelsi. „En þeir verða ekki lengi að gleyma þessu“, sagði hann við sjálfan sig. Allir höfðu fengið 20 aura af hverri krónu, sem þeir áttu í bankanum. Margir bankar höfðu farið á höfuðið, svo að enginn fékk neitt. Honum fannst þeir mega vera ánægðir. Hann hafði tapað miklu fé sjálfur, og hafði aðeins nóg. til ]mss að klóra i bakkann og byrja að nýju. um á landinu og margt, einkennilegt að sjá og skoða í grend við hann á nes- inu. En best nýtur hann sín frá Reykja- vík og sunnanverðum Faxaflóa, þegar kvöldsólin varpar á hann gullrauðum bjarma. Framhald. Jón Eyþórsson.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.