Unga Ísland - 01.02.1933, Page 14
26
UNGA ÍSLAND
Sagan af Kolbít,
sem stal siíf«röndunam, ábreíðunní 1
og gullhörpu tröllsins.
Þýðing úr
æfintýrasafní Asbjörnsen og Moe.
_________** V-----------J
Það var einu sinni fátækur maður,
sem átti þrjá sonu. Þegar hann dó, fóru
tveir eldri synirnir út í heiminn, til að
íreista hamingjunnar. En þeir viídu
ekki hafa yngsta bróður sinn með sér,
því að þeir sögðu, að hann væri ekki til
annars en að róta til í öskunni og liggja
í henni.
„Þá fer ég einn“, sagði Kolbítur; svo
hét yngsti bróðir þeirra.
Bradður hans fóru og komu til kon-
ungsríkis, þar fengu þeir atvinnu, ann-
ar hjá hestaverðinum, en hinn hjá garð-
stjóranum.
Kolbítur fór líka af stað og hafði
með sér trogið, sem var eini arfurinn
eftir foreldra hans, en bræður hans
höfðu ekki viljað eiga það, því að það
var svo þungt í vöfunum. En Kolbítur
vildi ekki láta það verða eftir.
Þegar hann hafði gengið um hríð,
kom hann til konungsríkis þess, sem
bræður hans voru nú þjónar i. Þar bað
hann um atvinnu, en honum var sagt,
að þar væri ekkert við hann að gera.
En fyrir ítrekaðar bænir hans, fékk
hann atvinnu við að bera spýtur og
vatn til eldhús-stúlkunnar. Hann var
iðinn og duglegur, og það leið ekki á
löngu, áður en öllum þeim, sem umgeng-
ust hann, þótti vænt um hann. En bræð-
ur hans voru latir, og voru þeir þess
vegna oft barðir. En svo fóru þeir að
öfunda Kolbít, af því að honum gekk
betur en þeim.
Rétt á móti konungsríkinu, hinum
meginn við stórt vatn, bjuggu tröll, sem
áttu sjö silfurendur. Þær voru oft að
synda á vatninu og sáust þá frá kóngs-
höllinni. Þessar endur langaði konginn
til að eiga.
Einu sinni sögðu bræðurnir hesta-
verðinum, að Kolbítur hefði sagt, að
hann gæti vel náð í endurnar handa
kónginum. Það leið ekki langur tími, áð-
ur en hestavörðurinn sagði kónginum
þetta. Kóngurinn kallaði strax á Kolbít
og sagði við hann: „Bræður þínir hafa
sagt, að þú gætir útvegað mér silfur-
endurnar".
„Það hefi ég hvorki hugsað né sagt“,
svaraði drengurinn. En kóngurinn
hélt áfram: „Þú hefir sagt það, og þú
skalt gera það“.
„Já“, svaraði drengurinn, „ef þú
lætur mig hafa einn fjórðung af rúgi
og annan af hveiti, þá skal ég reyna“.
Hann fékk það, og lét það í trogið
sitt, sem hann hafði haft með sér að
heiman. Hann reri síðan yfir .vatnið
með það. Þegar hann kom yfir vatnið,
gekk hann að vatnsbakkanum og stráði
þar matnum, og að þessu var hann,
þangað til hann hafði ginnt endurnar
upp í trogið. Svo bar hann þær út í
bátinn. Hann reri síðan af stað, eins
hart og hann gat með endurnar. Þegar
hann var kominn á mitt vatnið, kom
tröllið út og sá hann.
„Ertu farinn með silfurendurnar
mínar?“ hrópaði tröllið.
„Já“, svaraði drengurinn.
„Kemur þú ekki bráðum aftur?“
spurði tröllið.
„Það getur vel verið“, svaraði dreng-
urinn.
Þegar Kolbítur kom með silfurend-
urnar til konungsins, óx álit hans, en
að sama sakpi óx öfundsýki bræðra
hans.
Framhald.