Unga Ísland - 01.03.1933, Side 17
UNGA ÍSLÁND
45
Kl. 7: Fótaferð.
8: Morgunverður.
9: Fáninn dreginn að hún.
— 12^2: Miðdegisverður.
3: Mótið opnað almenningi.
4— 5: Sýningar á sýningasvæðinu.
5— 7: Sýningar í tjaldleihhúsum.
— 8>/2—10: Varðeldar.
IOV2: Algerð kyrrð. Allir gengnir
til hvílu.
Þessi dagskrá er aðeins áætlun, sem
hver flokkur getur breytt eftir eigin vild.
Aðeins ber að gæta þess, að draga fán-
ann að hún á réttum tíma. Og hvað
háttatíma viðvíkur, skal því einnig strang-
lega framfylgt, að algerð kyrrð verði
eftir að búið er að gefa þagnarmerki.
Mestum tíma verður varið í mótið
sjálft, meðan það stendur yfir, en
2—3 dögum til ferðalaga um ná-
grennið.
Baóen Powell lávarður verður
heiðraður á þessu móti á þann hátt,
að honum verður gefið vandað tjald
með öllum hugsanlegum útbúnaði
°g skrauti, sem hægt er þar við
að koma, en þar sem honum á að
koma þetta á óvart, er því haldið
leyndu fyrir honum.
Ollum skátum er heimilt að
sækja mót þetta:
a- Ef þeir hafa lokið II. flokks prófi.
b- Ef þeir hafa verið starfandi skátar
í tvö ár.
c- Ef þeir hafa skriflegt leyfi sveita-
foringja og forráðamanns.
d- Ef þeir eru fullra 14 ára að aldri.
Enn er ekki hægt að segja með fullri
vissu hve margir íslenskir skátar muni
sækja þetta mót en gert er ráð fyrir,
að vegna kreppunnar fari talsvert færri
á þetta mót en á hið síðasta.
En þeir sem fara, leggja af stað frá
Reykjavík með e.s. Dettifossi 19. júlí til
Hamborgar, þaðan á járnbraut um Ber-
lín, Prag og Wien til Bndapest og það-
an á mótið i Göddöllö og til baka sömu
leið til Leipzig, þaðan til Warnemúnde
og á ferju yfir til Gedser og þaðan til
Kaupmannahafnar Þar verður höfð 3
daga viðdvöl, og síðan haldið heim með
Brúarfossi 22. ágúst og komið til Reykja-
víkur 29. s. m.
Kostnaður verður kr. 475,00 á mann.
Að því athuguðu, hvað þetta er löng
ferð með viðkomustöðum í Englandi,
Þýskálandi, Chekoslowakiu, Austurriki,
Ungverjalandi og Danmörku, er hér
sérstakt tækifæri fyrir skáta, semjástæð-
íslenskir skátar glíma við tjaldbiíðir sínar
á Jamboree 1929.
ur hafa til þess að geta farið. Þeir ættu
þessvegna að athuga þetta vel, og
ákveða sig í tíma og tilkynna þátttöku
sína sem fyrst til Jamboree-nefndar ís-
lands. Pósthólf 831, Reykjavík.
T. K.
Skátar!
Sendið Unga íslandi myndir og frá-
sagnir úr ferðalögum ykkar. Allt slíkt
sendist til Jóns Oddgeirs Jónssonar,
Báldursgötu 30 Reykjavík.