Unga Ísland - 01.03.1933, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND
43
ef þau væri svöng, og reyndi eg að gefa
þeim ýmiskonar mat. — Ef eg muldi
braujðbita og fleygði svo ögnunum á
vatnið, renndu þau sér með gapandi gini
á brauðmolana, og rifust stundun. um
þá með skrítnum látum og tilburðum.
Stundum hélt eg, að þau væru að leika
sér. Þá eltu þau hvert annað um allan
pollinn, með ógnar ærslagangi, hnipp-
ingum og sporðaköstum. Þá hélt eg, að
.þau væru í síðastaleik eða kannske stór-
fiskaleik. Það fannst mér nú nokkuð
hlægilegt, að hornsíli færu í stórfiska-
leik!
Eklcert þótti hornsílunum eins góður
matur og mýflugur. Ef einhver mýfluga
var svo heimsk að setjast á pollinn, fékk
hún fljótlega fyrir ferðina. Þá kom allt
i einu' gapandi gin upp úr vatnsskorp-
unni, og gleypti hana með húð og hári. —
Eg fór stundum og veiddi heiln'.ikið af
mýflugum á mykjuskánum og hesthús-
haugum. Urðu þá heldur en ekki áflog
og læti, þegar eg kom með góðgætið.
Eg var orðinn svo kunnugur sílunum,
uð eg þekkti sum þeirra og kallaði þau
ýmsum nöfnum. Eitt kallaði eg.Vamba,
uf því að það var svo digurt. Vambi var
fjarska spakur og duglegur að éta. Ef
eí?fór með hendina ofan í vatnið og hafði
eitthvað ætilegt í lófanum, þá kom
Vambi syndandi í hægðum sínum inn í
lófa minn, að ná sér í bita.
Svona. leið nú fram eftir sumrinu.
Hornsílin sýndust kunna vel við s g í
Pollinum sínum.
I3á bar svo við eitt kvöld, um sláttar-
lokin, að eg náði silungi í síki fyrir neð-
an túnið. Eg gat ekki fengið af mér að
órepa silunginn, en tímdi heldur ekki að
sleppa honum aftur. Þá datt mér í hug,
að það mundi vera snjallræði að láta
hann í pollinn hjá sílunum. Eg flutti
SVo silunginn lifandi heim og sleppti
honum í pollinn um kvöldið. Eg var lú-
inn og þaö var orðið dimmt, svo að eg
flýtti mér inn og háttaði. Um morguninn
fór eg svo að vitja um kunningja mína
í pollinum.
• En þá brá mér heldur í brún. í miðj-
um pollinum lá silungurinn og tifaði
uggunum f jarska makindalega. En horn-
sílin mín! Hvar voru þau? Auðvitað í
maganum á óhræsis silunginum. Eg sá
bara þrjú eða fjögur síli, sem höfðu fal-
ið sig inni undir steinum, til þess að
lenda ekki í gininu á ræningjanum. En
hin sáust hvergi. Og aumingja Vambi
minn var einn af þeim.
Það má nærri geta, hve þungt mér
féll þetta. Eg var bæði hryggur og reið-
ur. Reiðastur var eg við sjálfan mig, fyr-
ir að vera þessi dæmalausi asni, að láta
silunginn í pollinn, Og eg var líka reið-
ur við silunginn, átvaglið að tarna!
„Sneypstu burt, óhræsis vargurinn
þinn, sem átst hann Vamba minn og öll
hin sílin!“ sagði eg bálvondur um leið
og eg þreif silunginn og henti honum
langar leiðir frá mér, út í bæjarlækinn.
Silungurinn varð auðvitað dauðfeginn,
að vera laus úr fangelsinu. Annars hef-
ir honum líklega þótt þetta skrítið fang-
elsi, þar sem svona var mikið og gott
að borða.
En eg stóð eftir, yfir tómum sílapoll-
inum mínum.
Frímann Jónasson.
Móðgaður lesandi kemur inn til ritstjóra og
segir: Þú prentaðir látið mitt í blaðinu í gær.
Eg beimta, að þetta sé leiðrétt.
Ritstjóri: Yið tökum aldrei aftur neitt, sem
staðið hefir í blaðinu. En ég skal segja þér,
hvað við getum gert fyrir þig. Við prentum
nafnið þitt á morgun í fæðingarlistann. Og þá
getur þú byrjað nýtt líf.