Unga Ísland - 01.03.1933, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.03.1933, Blaðsíða 4
32 UNGA ÍSLAND Utilegumenn á Snæfellsnesi. III. Langt er nú síðan Bárður Snæfellsás hafði bólfestu á Snæfellsjökli og ekki er þess getið, að þar hafi verið manna- byggð síðan, en lengi var það trú raanna, að þar byggju tröll. Nú í vetur hafast þó tveir mennskir menn við á Snæfellsjökli. í fyrra sumar inu hafa þeir sett upp ýms áhöld til mæl- inga. Þar er rimlákassi, sem hitamælar hanga í, svo að þeir geti mælt hitann. Þar er líka mælit, til þess að mæla úrkomu og vindmælir, til að mæla veðurhæðina eða vindhraðann. Þarna er mjög storma- samt og oft blindhríð, þótt veður sé all- gott í sveitunum í kring. Svo hafa þeir reistu þeir sér lítið timburhús á snjó- lausum hrygg austan í jöklinum. Mun það vera í 750 m. hæð frá sjávarmáli. Þeir ætluðu að reisa húsið uppi á há- jöklinum, en vegna illviðra var það ekki hægt. — Annnar þessara manna heitir Zingg (frb. tsing) oger sunnanúr Sviss- landi. Hanner veðurfræðingur og jökla- fræðingur. Hinn heitir Jensen og er frá Danmörku. Hann er loftskeytamaður. Auk þess hefir íslenskur piltur, er Matti heitir, oft verið hjá þeim. Hann er frá Ólafsvík. Hvað eru nú þessir menn að gera þarna uppi í jökli um hávetur? Þeir hafa ver- ið sendir þangað, til þess að athuga veðr- ið og eiga að dvelja þar, þangað til næsta haust, eða í heilt ár. — Úti fyrir hús- dáiitla loftskeytastöð, svo þeir geta sent veðurskeyti og komið orðsendingum til mannabyggða. Á annari myndinni sést kofinn þeirra. Hann er allur hrímaður að utan. A hinni myndinni sjást þeir fé- lagar hjá annari loftskeytastönginni. Þeir eru sýnilega að koma ofan af jökli, og hafa bundið um sig kaðli, til þess að geta bjargað hvor öðrum, ef annar væri svo óheppinn að detta í jök- ulsprungu. Þó að kollurinn, sem húsið stendur á, verði snjólaus að sumrinu, safnast þar mikill snjór að vetrinum. I illviðrakafla, sem gerði fyrra hluta janúarmánaðar þ. á., fennti húsið í kaf og áttu þeir félag- ar þá erfitt með að komast út úr því. Þeir kalla kofann sinn Jökulhús. Það-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.