Unga Ísland - 01.08.1933, Síða 6

Unga Ísland - 01.08.1933, Síða 6
114 UNGA ÍSLAND IV. Því er ver og miður, aS viðburðir svip- aSir þeim, sem sagt er frá hér að fram- an, eru fágætir hér á landi, en þeir eru aigengir víða annars staðar. — Dýrin vita, hvað við þau er átt. Hræðsla þeirra við mennina er tilbúin af mönnunum. Það er til dæmis engin tilviljun, að einu eggjamæðurnar, sem hægt er að strjúka um bakið, án þess að þær fljúgi af hreiðr- um, eru einmitt þær, sem friðaðar eru undantekningarlaust, þ. e. æðarkoll- urnar. Það er mikið gleðiefni, að ungir og gamlir, sem ferðast úti í ríki náttúrunn- ar, sér til nautnar, fróðleiks og heilsu- bótar, hafa nú fleiri og fleiri með sér myndavélar, og færri og færri byssur. — Þar hefir hin göfuga nautn siðaða mannsins tekið sæti viðbjóðslegrar dýrs- og villimanns-nautnar. Ungu ísiendingar! Hvort viljið þið vera fuglavinir eða fuglahræður? Vilj- ið þið fylla flokk þeirra, sem ræna eggi- um og elta með grjótkasti sakleysingj- ana, sem eiga þó eins mikinn rétt til að lifa og við, eða viljið þið njóta gleðinn- ar af að gera þeim gott, hæna þá að, vernda þá og egg þeirra, og gefa þeim sem eftir verða á haustin? Ef þið takið síðari kostinn, verðið þið að meiri og betri mönnum, og landið ykkar fegurra og betra. Hugsið ykkur skógana okkar, ef þar væri engir þrest- ir, lyngheiðarnar, ef þar heyrðust eng- ar lóu- eða spóaraddir, og heiðarvötn- in án svananna. Eru það ekki söngfugl- arnir, sem gefa sumardýrð landsins okkar mestan unað. Hjálpumst öll að, að hæna þá að bústöðum okkar, svo að þeir fái að syngja þar óhræddir í friði. S. A. [ HELEN KELLER J ------------n o------------ Framh. Daginn eftiv tók ungfrú Sullivan Ilplenu inn í herbergi sitt og gaf lienni stóra brúfiu, som lilindu börnin við Perkins-stofnunina höfðu sent henni, og hafði Laura Bridgman, blind stúlka, sem nafnf'r.'eg er orðin í siigu sálarfræð- innar — búið út fötin á brúðuna. Er Helena hafði leikið sér að henni um stúnd, bvrjaði kennslan á því, að nngfrú Sullivan tók að rita enska orðið „d-o-l-l“ (brúða) í lófann á Helenu. Iíenni þótti gaman að þessum fingraleik, og tók loks að herma hann eftir. Þegar henni að lokum tókst að taka eftir lögun stafanna, roðnaði hún af bamslegri gleði. Hún stökk til mömmu sinn- ar og gerði hið sama viS lófann á henni. Þó hafði hún enga lmgmynd um, að þetta vaeri orð eða stafir; hún vissi ekki, að orð va?ru til, heldur lét hún fingurna þjóta svona áfram, til þess að herma þetta eftir. — Næstu daga líer'Si hún að að stafa fleiri orð, svo sem nál, bolli, og sitju, ganga. Eftir nokkrar vikur tók hún að skilja, að hver hlutur hafði sitt nafn eða heiti. Einn c’ag tók ungfrú Sullivan tv.er brúður (gömlu og nýju brúðuna) og lét hana þreifa á báðum og ritaði síðan nafnið bráða í lófa lienn- ar, til þess að fá hana til þess að skilja, að orð- ið eða lieitið brúða ætti við báðar. Og áður þenn- an sama dag, hafði hún látið hana ’glíma við tvö orð, „vatn“ og „mýfluga“, en hún blandaði þeim stöðuglega saman. -—• En loks varð Helen þrevtt n þessu, og í reiði sinni tók hún nýju brúð- una og- fleygði henni svo óþyrmilega í gólfið, að hún mölbrotnaði. Undrandi þreifaði hún á brotunum. En þó fann hún hvorki til hryggðar né iðrunar eftir þetta reiðikast. „Mér hafði“, sagði hún, „ekki þótt verulega vænt um brúðuna : í þeim hljóða, myrka heimi, sem ég lifði í, voru eigi til neinar sterkar viðkvæmnitilfinningar". Kennslukonan sópaði róleg saman brotununi, setti hatt á Helenu, sem nú fagnaði því að eiga að fá að fara út i hlýtt sólskiuið. Þær gengu

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.