Unga Ísland - 01.08.1933, Side 9
UNGA ISLAND
117
svona sár. Hann lét vel yfir aðgerð-
um ,,yfirlæknisins“. og þeirra félag-
anna, og það heyrði eg fyllilega á
honum að öll líkindi væru til, að
Nonni litli hefði dáið þarna ef engin
hjálp hefði komið. — Eitthvað heyrði
eg hann líka vera að tauta um að
það væri nær að kenna unglingunum
eitthvað í þessum fræðum, að stöðva
blóðrás og þess háttar, heldur en að
láta þá vera að læra langa-langar
romsur af kónga- eða keisara-tali,
hvenær þeir hefði ráðið ríkjum ein-
hvers staðar úti í löndum, eða að
vera að troða í börn nöfnum á tor-
nefndum ám og fjöllum, einhvers
staðar í Síberíu og Suður-Ameríku.
Framhald.
Sjö undur veraldar.
í síðasta blaði var sagt frá pýramidum
Egyptalands. Þeir eru nú einir eftir af
undrunum sjö, sem í fornöld báru af
öllu öðru.
Næst þeim að frábærleik voru hengi-
garðarnir í Babílon, borg undra og auð-
logðar.
Bogar og súlur, 25—100 metra háar
héldu þessum görðum uppi, og í þeim
S])ruttu fjölmörg fegurstu blóm og tré.
Til þess að vökva garðana, hafði Ne-
búkkanesar byggt vatnsgeymi, sem vatn
rann í frá ánni Evfrat.
Sagan segir, að garðarnir hafi verið
gerðir til þess að geðjast drottningu, sem
fluttist að Tungu (Mesopotamíu) frá
f.iallalandi. Saknaði hún fjallanna, eftir
að hún kom á sléttuna, og varð henni
hugarhægð að hengigörðunum, af því að
þeir minntu hana á heimahagana.
litli og úrið. w
| Eftir L. Pantelejew.
(Þýtt eftir dönsku og sænsku útg.). '
Framh.
„Á stað með þig, segi eg“.
Pétur litli tók betur upp um sig bux-
urnar sínar og drattaðist síðan af stað
á undan lögregluþjóninum. Þeir gengu
þarna í gegnum þéttustu mannþyrping-
una á markaðstorginu.
Allt í kring um þá heyrðust hróp og
köll, allskonar auglýsingaskvaldur,
grammófón og hljóðdósa músikk.
Á markaðstorginu gaf að líta marga
kinduga sjón. En Pétur skeytti því ekki.
Hann hafði allan hugann á að koma því
svo fyrir, að honum tækist að flýja út í
mannþröngina, og því fyr, því betra.
Eins og vel vaninn rakki, trítlaði Pét-
ur á undan lögregluþjóninum; en eins
og nærri má geta, var piltur í þungum
þönkum.
Hvernig í ósköpunum gat hann týnst
eða horfið í múginn, þegar þessi ljóti
og luralegi karlhlunkur var sífellt á
• hælunum á honum.
Fyr en varði höfðu þeir gengið þvert
yfir torgið, og lá nú leið þeirra inn á
hliðargötu; þar virtist enn verra und-
ankomu.
Pétur gekk nú álútari en fyr, og lög-
regluþjónninn grenjaði másandi í eyr-
að á honum:
,,Þú gerir út af við mig á þessum
hlaupum. Það er naumast að þér liggi
á. Hafðu þig nú ofurlítið hægan, geml-
ingur. Eg þoli ekki þessi hlaup, eg er
ofurlítið veill fyrir brjósti".
Pétur svaraði ekki. Hvað kom honum
við brjóstveiki karlsins. — Hann hafði
öð,rum hnöppum að hneppa, því spurn-
rT
Pétur