Unga Ísland - 01.08.1933, Síða 10
118
UNGA ÍSLAND
ingin um það, hvernig hann gæti sloþpið
úr klóm karlsins, var ávallt efst í huga
hans.
„Heyrðu, lagsi, segðu mér nú eins og
er. Þú ert líklega að gera tilraun til að
megra mig“.
,,Gera þig magran?“ sagði Pétur og
glápti.
,,Já, skilurðu það ekki?-----Jæja,
skinnið, þú hefir líklega ætlað að reyna
að strjúka, það er nú eiginlega það, sem
eg meinti“.
Nú hló Pétur.
,,Ónei“, sagði Pétur. ,,Þó að þú skip-
aðir mér að stökkva burt frá þér út í
mannfjöldann, þá mundi eg ekki hlýða
þér“.
Nú var það lögregluþjónninn, sem
glápti af undrun.
,,Jæja, þú segist ekki mundi flýja,
þótt þér stæði opin leið til þess, og þú
ætlast til að eg trúi þessu“.
Þetta er annars einkennilegur snáði,
sem mér hefir verið trúað fyrir, hugs-
aði lögregluþjónninn og klóraði sér á
bak við eyrað.
Allt í einu nam hann staðar og benti
með hægri hendinni í áttina til torgsins.
„Gjörðu svo vel. Þér er velkomið að
strjúka fyrir mér. Þú mátt víst sannar-
lega hverfa, Guði á vald“.
Pétur fékk óhemju hjartslátt. Það
var eins og honum hefði vei’ið gefið
bylmingshögg. Hann var allur á nálum,
og gagntekinn af tilhugsuninni um,
hvort hann ætti að taka lögregluþjón-
inn alvarlega eða ekki. En hann áttaði
sig fljótlega, þegar hann sá háðsglottið
á andliti karlsins.
„Jæja“, hugsaði Pétur. „Svo þú ert
þá bara að hæðast að mér“. Og nú náði
hann sér á strik og ávarpaði lögreglu-
þjóninn hvergi smevkur.
„Þér getið sparað yður þessa fyrir-
höfn mín vegna. Eg fer ekkert frá yðui'.
Þér megið gjarnan berja mig, ef þér vilj-
ið, en eg fer ekki spor frá yður, skal eg
láta yður vita, þótt þér kannske feginn
vilduð losna við mig“.
Nú horfði lögregluþjónninn skömm-
ustulega á Pétur, en hann hélt áfram í
sama tón.
„Jæja, hvers vegna fer eg ekki? —
Vegna þess, að þér hafið engan rétt til
að skipa mér að flýja. Þér nennið ekki
að gera skyldu yðar. Yður ber að hlýða
lögunum og fylgja mér þangað, sem yð-
ur var sagt. Ef þér gerið það ekki, klaga
eg yður fyrir dómaranum. Skiljið þér
það ? “
Pétur var sjálfur bæði undrandi og
hreykinn yfii’, hve vel honum hafði tek-
ist að ausa skömmunum yfir fylgdar-
mann sinn. En lögregluþjónninn atyrti
hann á ný, og var nú heldur ófrýnileg-
ur. Sagði hann honum að hætta þessu
þvaðri, hann hefði hvort sem væri aldrei
meint neitt af þessu, að eins verið að
gera ofurlítið grín með hann.
„Já, þakka yður kærlega fyrir“, sagði
Pétur litli; ,,eg þekki þess háttar grín,
en eins og eg hefi sagt yður, getið þér
sparað yður allar þessar hundakúnstir.
En sannleikurinn er sá, að þér eruð allt
of latur til þess að nenna að fylgja mér,
og viljið þess vegna reyna að mana mig
til þess að flýja. Eða var það kannske
ekki meiningin? Eg er í alla staði heið-
arlegur piltur, — og þetta og annað
eins átti að eins að vera meinlaust grín.
— Hvaða rétt hafið þér annars til að
gera grín að mér?“
Framh.