Unga Ísland - 01.08.1933, Blaðsíða 15
tlNGA ÍSLAND
123
Þorskalýsi.
Eftir Dr. med. G. Ciaessen.
Það er gömul reynsla á íslandi, að
þorskalýsi sé hollt, einkum börnum og'
unglingum. Og á síðari árum hefir lækn-
isvísindunum tekist að færa sönnur á,
að lýsið hefir að geyma dýrmæt f.iör-
efni eða bætiefni (á útlendu máli: víta-
mín). Læknarnir nefna þessi efni A- og
D-efni. Hið fyrra er likamanum nauð-
synlegt til vaxtar og þroska á unga
aldri; en D-efnið kemur í veg fyrir bein-
kröm (,,ensku sýkina“). Þessi dýrmætu
lífefni heíir þorskalýsið að geyma. —
Áður en smjörlíki þekktist var notað-
ur bræðingur, sem viðbit, en er nú orð-
inn fáséour hér á landi. í bræðinginn
var alltaf látið lýsi, og þess vegna er
hann mjög hollt viðbit. Bræðingurinn
hefir vaíalaust átt mikinn þátt í aö
bjarga landsmönnum á hörmungatím-
um og í hungursneyð fyrr á öldum.
Sömu efnin, sem eru í þorskalýsi eru
líka í nýmjólk, rjóma og smjöri, en ekki
í undanrennunni. í smjörlíki vantar
líka fjörefnin, nema það sé blandað
rjóma.
Hvað má af þessu læra?
Börn og unglingar í sveitum fengu
áður i’yrr næga nýmjólk að drekka, og
smjör sem viðbit. Á þessu er nú orðin
mikil breyting. Rjóminn fer í mjólkur-
búin, en undanrennan verður eftir
heima. Smjörlíki er líka notað í sveit-
unum, í stað smjörs. Þetta er varla hægt
að bæta sveitabörnunum upp með öðru
en þorskalýsi eða bræðing. Annars er
heilsa sveitafólksins í veði.
En við sjávarsíðuna? Þar fá rnörg
börn nýmjólk af skornum skammti og
sáralítið smjör. Hér rekur að því sama:
Þorskalýsið, með sínum dýrmætu f.jör-
efnum, getur bætt upp það, sem undan-
rennuna og smjörlíkið vantar.
Því miður gengur misjafnlega að fá
unglinga til að taka lýsi, vegna bragðs-
ins. Lýsisvinnslan hefir reyndar tekið
stórfelldum framförum á íslandi á síð-
ustu árum, og er því flestum vorkunn-
arlaust að taka lýsi. Það má súpa nokk-
ura mjólkursopa á eftir, eða bíta í þurrt
rúgbrauð. Lýsið má taka á kveldin und-
ir svefninn, ef það fellur betur. Óhætt
er að byrja að gefa misserisgömlum
börnum nokkra dropa af lýsi á dag.
Það er gott að geta læknað sjúkdóma.
Hitt er þó enn dýrmætara, að koma í
veg fyrir þá. Þjoðfélagið á enga dýr-
rnætari eigu, en fólkið sjálft, sem í land-
inu á heima. íslensk börn geta gert mik-
ið til þess að varðveita heilsu hinnar
uppvaxandi æsku, með því að taka 1—2
skeiðar af þorskalýsi á dag.
Sigur hins góða.
Félag var stofnað í New York, til þess
að vinna á móti þrælahaldi. Á aðalfundi
iélagsins réðist skríll á húsið og veittist
að ræðumönnunum.
Meðal ræðumanna var frú ein mjög líc-
il vexti, Mrs. Mott að nafni. Einn af fé-
lagsmönnunum tók að sér að hjálpa henm
gegnum þröngina.
„Hjálpaðu heldur þessum konum
þarna“, sagði frúin“.
„Hver sér þá um þig?“ spurði hann.
„Þessi maður“, svaraði frúin, og greip
um handlegg eins hrottalegasta árásar-
mannsins. — Og hann gerði það. Slík
áhrif hafði traust konunnar á hann.
Daginn eftir sá hún þennan sama
mann á veitingahúsi og tók hann tali.
Eftir það varð hann vinur hennar.