Unga Ísland - 01.08.1933, Blaðsíða 18
126
UNGA ÍSLAND
Snotra.
Þegar ég var lítil, átti ég heima á
Kaldárbakka. Mamma og pabbi áttu
margar kindur. Einu sinni gáfu þau
mér eitt lamb, sem hét Snotra; mér
þótti fjarska-vænt um það; ég gaf því
oft brauð og sykur og mjólk. Þegar
það langaði í brauð, þá krafsaði það
á gluggann, en þá kom ég og gaf því
brauð og mjólk. Einu sinni fór ég til
kirkju, með pabba og mömmu; þá' sá
Snotra til mín, og kom hlaupandi, og
elti mig alla leiðina inn á kirkjugólf,
og þá þurfti að láta hana út. Þá hljóp
hún jarmandi kringum kirkjuna,
þangað til við komum út, þá elti hún
ckkur alla leið heim.
Jakobína Kristjánsdóttir, 9 ára.
Rúsínur.
Alkohól (vínandi) er eitur, sem hefir
íargað fleiri mannslífum en öll önnur
eitur samanlögð.
Dr. John Harvey Kellogg,
heimsfrægur heilsufræðingur.
¥ ¥ ¥
Vínframleiðsla gerði nokkra menn
auðuga, en f jölmarga fátæka og atvinnu-
lausa. Bannið hefir bætt efnahag vinn-
enda og vinnuveitenda. Færi svo ólíklega,
að bannið yrði afnumið, myndu fyrstu
afleiðingarnar verða eymd og siðspill-
ing vinnulýðsins, því að hvorttveggja er
allt af samfara víndi'ykkju.
Henry Ford..
V ^
Svartsýnn maður gerir böl úr tækifær-
um, en bjartsýnn maður gerir böl að
tækifærum.
______sf 'b___________________rrL_______
UNGA ÍSLAND.
Eign RauÖa Ivross íslands.
Keniur út 12 sinnum á ári; alls 192 bls.
Verö blaösins er aöeins kr. 2,50 árg.
Gjalddagi blaösins er 1. aprll.
UitstjÖrar:
Arngrímur Kristjánsson.
Steingrímur Arason,
Gjaldkeri blaösins er Arngrímur Kristjáns-
son, Bergþórugötu 33, sími 2433. Utanáskrift
blaösins öllu viövíkjandi er: Póstliólf 3G3.
AÖal útsölu Unga íslands í Reykja-
vík annast Bókhlaðan, Lækjargötu
2. — t>ar er tekið á móti nýjum
kaupendum og andviröi blaösins.
Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f.
Vínnautn og glæpir hafa jafnan verið
tvíburar.
v v v
Það má afkasta heilmiklu í heiminum,
ef maður getur látið sér á sama standa
hverjum er þakkað það.
* ¥ * *
Það leiðinlegcista, sem hugsast getur,
er erfiði sumra manna við að forðast
leiðindin.
* * *
Gæfa mannsins er ekki eins mikið kom-
in undir því, að fá að vinna það, sem
maður hefir ánægju af, eins og hinu að
hafa ánægju af því, sem maður vinnur.
\
Læknir hringir dyrabjöllu. Vinnu-
stúlkan kemur út og segir:
„Það er leitt að þurfa að segja yður
það, að frúin er allt of veik, til að taka
á móti yður í dag.
v- v *
Vtsölumenn, sem hafa hjá sér eintok nf fyrsta
tiiluhlaili þessa árs, eru vinsamlega beðnir a&
settda þuu til V. 1. fyrir miSjan október, helst
strui. Bla'ðiS borgar burSargjahl.