Unga Ísland - 01.08.1935, Qupperneq 9
UNGA ÍSLAND
125
til mín: „Ert þú drengurinn, sem
hjálpaðir hraðboðanum af hestin-
um?“
Ég játti því.
„Guði sé lof! .... Guði sé lof!“
endurtók hann. „Við Sherry vorum
orðnir svo hræddir um, að óvinirnir
hefðu náð í þig“.
Síðan sagði ég honum frá því
helsta, sem gerðist í ferð minni.
„Ágætt, ágætt!“ sagði forsetinn.
„Gakktu nú inn í herbergið þitt“.
Hann benti á opnar dyr. „Yfirforing-
inn sér um, að það verði hugsað um
þig. Svo þarf ég að tala við þig
seinna“.
Ég hafði talað við forsetann. Ég
hafði leyst ætlunarverk mitt af hendi.
Þetta gerðist svo snögglega, að ég
varð að nudda augun, til að.ganga úr
skugga um, að ég væri vakandi.
Ég var að eins bumbuslagari og
allt of ungur til að gerast hermaður.
Þó hafði ég staðið frammi fyrir for-
seta Bandaríkjanna, og hann hafði
talað við mig. Nú beið ég eftir fyrir-
skipunum hans.
Yfirforinginn leiddi mig inn í ann-
að herbergi. „Mér er óhætt að full-
yrða“, sagði hann, „að þú hefir losað
forsetann við alvarlegar áhyggjur,
því að ef óvinirnir hefðu náð í þessi
skjöl, hefðu þeir fengið nána vitn-
eskju um herafla vorn á vesturvíg-
stöðvunum". Hann sagði mér einnig,
að óvinirnir hefðu komist á snoðir
UW, að þessa skýrslu átti að senda.
Þeir vissu þá auðvitað, að hraðboði
flytti hana frá aðalherstöðvunum að
vestan til Indianapolis og þaðan í
lest til Washington. Hraðboðinn skildi
Þetta, og frestaði þess vegna för
sittni í tvo daga. Þrátt fyrir það
höfðu fjandmennirnir næstum kló-
fest hann í skóginum, þegar hann
var að komast til herbúða vorra.
Hann hafði fengið 5 sár, en var nú á
góðum batavegi.
„Láttu nú fara vel um þig“, sagði
yfirforinginn og fór út. Ég var dauð-
þreyttur. Ég tyllti mér á stól og sofn-
aði samstundis. Ekki veit ég, hve
lengi ég svaf. Svertingi vakti mig.
Hann fór með mig inn í annað her-
bergi, færði mig úr hverri spjör og
setti mig í bað. Þess var líka full
þörf. Svo gaf hann mér föt úr heima-
unnu efni og spánnýja skó. Er ég
var klæddur, leiddi hann mig inn í
geysistórt eldhús. Það var tandur-
hreint og hvítt sem mjöll. Ég hafði
hvorki bragðað vott né þurrt 15
stundir, svo að það þurfti ekki að
neyða í mig matinn. Þegar ég var að
'ljúka við síðustu pönnukökurnar
hennar „Libby frænku“, heyrði ég
fótatak fyrir utan og rödd, sem kall-
aði:
„Libby frænka, Libby frænka!
Hvað hefirðu gert af litla hermann-
inum mínum?“
Lincoln forseti og yfirforinginn
komu inn.
Ég stóð þegar upp og heilsaði að
hermannasið.
„Sittu kyrr, drengur“, sagði for-
setinn. „Hún Libby frænka getur
gefið okkur Sherry yfirforingja kaffi-
sopa, meðan þú segir okkur nánara
frá ferðinni“.
Forsetinn spurði mig síðan spjör-
unum úr. Ég leysti úr öllu eftir mætti.
Hann hlustaði með athygli, einkum
þegar ég sagði frá móður minni.
Hann varð allt í einu alvarlegur á
svip, þegar ég sagði, að það væri