Unga Ísland - 01.08.1935, Page 10

Unga Ísland - 01.08.1935, Page 10
126 UNGA ISLAND best að láta mömmu ekki vita, hvar ég væri. Ég yrði þá kannske sendur heim. Hann lagði höndina á öxl mér og mælti: „Drengur minn! Það, sem þú átt allra fyrst að gera, er að skrifa heim til elsku mömmu þinnar. Ég ætla að skrifa henni línu um leið, (yfirfor- ingi, þér megið til með að minna mig á það), til þess að láta hana vita, hvað þú hefir afrekað í okkar þágu“. Svo sagði hann, mér til mikillar undrunar og gleði: „Við höfum á- kveðið, að þú verðir kyrr hjá okkur í Washington. Ætli þú kærir þig um það?“ „Hvort jeg kærði mig um það! „Já, það vil ég sannarlega“, svaraði ég, en bætti svo við í einhverju hugs- unarleysi: „En getið þér komið því í kidng svona umsvifalaust?“ Yfirfor- inginn beit á vörina til að stilla hlát- urinn, en forsetinn leit á hann með alvörusvip. Glettnin skein þó út úr augum hans. „Yfirforingi“, sagði hann, „við skulum báðir reyna, að koma því til leiðar.“ (B. B. þýddi). Draumur tímans. Heill þér, vinur, sem unir iðinn við ölduniðinn á tímans sjó: Ég allvel skil þig; ég elska kliðinn, en einnig friðinn og kvöldsins ró. Gef mér einveru og unaðsstundir; þá yngist lundin og vonin grær, og þreyta hverfur og þekjast undir og það, sem bundið var, svigrúm fær. Leyf mér að dreyma og lífs að njóta; leyf mér að fljóta með tímans straum. Óðagotið er ei til bóta. önnin hótar að myrða þinn draum! Sjá, varnargarða og vígi hlóðu sér voldugar þjóðir, en dómgreind svaf. Þær ósjálfbjarga í straumnum stóðu; í starfsins móðu þær sukku á kaf. En lífið er alltaf sín ljós að kveikja; það löngum reikult úr kvíum braust, að kalla til gleði og gamanleikja, því gamla að feykja sem laufi um haust. Gríp líðandi stund með traustataki. Á taugum slaka. Seg skilið við glaum. Snúðu við annríkisiðunni baki, því eilífðin vakir í tímans draum. Grétar Fells.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.