Unga Ísland - 01.08.1935, Page 11
UNGA ÍSLAND
127
Neytið berjanna.
„Börnin og berin“ nefnist grein
eftir dr. Gunnlaug Claessen, sem
hann birti í Almanaki Unga íslands
í vetur. f grein þessari hvetur doktor-
inn fólk til þess að safna berjum, og
vinna úr þeim saft og sultur. Bendir
hann á, að þarna sé einkum „mikið
og gott verkefni handa börnum og
unglingum“. Berin hafa ætíð þótt
hollur og góður matur, og víðast hvar
á landinu er hægt að afla þeirra með
litlum eða engum tilkostnaði. Ég vil
sérstaklega benda á eina aðferð til
að hagnýta sér berin og gera úr þeim
ijúffenga fæðu. Skal ég nú lýsa að-
ferðinni.
Seint á sumrin tínir maður bláber
og hreinsar þau vel og vandlega. Síð-
an er lag af berjunum látið í glerað
(emailerað) ílát og steyttum hvíta-
sykri stráð yfir. Þannig er haldið
áfram unns ílátið er fullt. Síðan er
smjörpappír bundinn yfir ílátið, og
Það geymt á svölum og rökum stað;
best er að láta það standa niðri í
saltpækli. Berin eru geymd þannig
ögn fram á veturinn. Þau eru borðuð
með sykri og rjóma út á, og eru þá
einhver besta fæða, sem ég þekki.
Einnig má búa til saft úr berjunum,
en um það má fá upplýsingar í mat-
reiðslubókum, því að þær skýra frá,
hvernig hægt er að búa til holla og
bragðgóða rétti úr berjunum.
Ég er viss um, að mörgu barninu
er hollara að tína ber og borða, held-
Ur en kaupa sælgæti dýrum dómum í
búðunum.
Kaupstaða börn! Biðjið foreldra
ykkar að lofa ykkur í sveit fáeina
daga á sumrití, til að tína ber handa
heimilinu. Þið getið svo geymt þau
til vetrarins á þann hátt, sem hér er
lýst, eða með annari aðferð, sem þið
þekkið betur. Og verið viss um, að
berin eru ykkur langtum hollari en
sælgætið, sem þið fáið fyrir ærna
peninga í búðunum, og ef til vill inni-
heldur óhollari efni en ykkur grunar.
Hrönn.
Ráðningar á gátum og þrautum
6. hefti, bls. 96.
Felunafnavísur.
Karlmannsnöfn:
Sigfús, Bjarni, Sæmundur,
Sverrir, Halldór, Ingólfur,
Böðvar, Hallur, Brynleifur,
Bogi Gísli, Ófeigur.
Kvenmannsnöfn:
Guðrún, Anna, Guðríður,
Gróa, Kristín, Jórunn,
Sveinbjörg, Nanna, Sigríður,
Sólveig, Jóna, Þórunn.
Bls. 98.
Myndagáta.
Hefill, spaði, skafi, skál,
skæri, hefill, panna,
penni, bolli, nafar, nál,
nagli, pottur, kanna.
Þrautir, (á bls. 98).
1. Hlín — Elín.
2. Páll — áll.
3. Síam — maís.
Gátur á bls. 99.
1. Ég sjálfur.
2. Nafn þitt.
3. 7 börn.
4. Sá, sem er tevggja daga gam-
»11.