Unga Ísland - 01.08.1935, Síða 15

Unga Ísland - 01.08.1935, Síða 15
UNGA ÍSLANÍ) Í3Í dal nærri drukknaður, þó ekki væri vegalengdin nema sem svaraði 800 metrum. Ellsworth segir, að sér hafi virst Amundsen hafa eldst um tíu ár á þessum fimm dögum. En stjórn hans var hin fullkomnasta. Tímanum var skipt nákvæmlega niður til hvíldar, borðhalds og vinnu við vélina, sem aðeins hafði frosið niður en ekki skemmst. Það var lítið talað, en ótti eða óreiða var hvergi. Hver vann sitt verk á þennan stillta og óskeikula hátt, sem leiddi þá loks til sigurs á döpr- um kringumstæðum. Það getur eng- inn gert sér í hugarlund hve ógnandi aðstæður þeirra voru. Suður í mannheimum var beðið nieð óþreyju og gefnar út allskonar skýringar, því upphaflega var gert ráð fyrir, að þeir félagar kæmu eftir tvo daga. Menn muna ekki eftir mörgum sem voru öruggir um afturkomu Amund- sens, en sjálfur var hann sannfærður um heimkomu sína. Og Amundsen kom aftur, eftir mikið erfiði. Þá voru vonir allra um að hann kæmi fljúgandi, löngu horfn- ar. — Matarskamturinn hafði verið minnkaður niður á hálft pund á mann yfir daginn. Þann 15. júní höfðu þeir ákveðið að leggja af stað fótgangandi til Grænlands, 400 mílna leið, ef þeim heppnaðist ekki að fá nógu stóra vök til þess að ná sér upp af. Úr þessu ferðalagi varð þó ekki; Amundsen var kyrr. Enginn gat séð fyrir enda bessarar ferðar, ef farin yrði. Frá því fyrsta höfðu þeir unnið viðstöðl- laust að byggingu rennibrautar, sem ætluð var til þess að ná vélinni upp af, og 2. júní var hún reynd. Tilraun- in mistókst, brautin var of brött. Vél- in skarst niður í brautina, en náði ekki fluginu. Amundsen var alla tíma mjög ár- vakur og um miðnætti nóttina eftir vakti hann félaga sína með því að hrópa, að vélin væri að brotna. Brátt heyrðu þeir hvernig ísinn nerist við byrðing vélarinnar. Allar föggur sín- ar fluttu þeir úr vélinni, og nú varð að byrja á öllu að nýju. Fyrst varð náttúrlega að bjarga vélinni og síðan að finna út heppilegan stað fyrir nýja rennibraut. Pramhald. Skrifist á. Eg undirritaður óska að komast í bréfasam- band við pilta 9—12 ára í Vestmannaeyjum og Þingeyjarsýslum. Jón I. Hannesson, Brekkukoti, Reykholtsdal, Borgarfjarðars. Eg' undirritaður óska eftir að komast í bréfasamband við dreng' eða stúlku, 14—18 ára að aldri, í Snæfellsnessýslu og' Fljótshlið. Elías Hannesson, Brekkukoti, Reykholtsdal, Borgarfjarðars. Eg óska eftir að komast i bréfasamband við dreng á aldrinum 14—18 ára í Hafnarfirði. María Jensdóttír, Ólafsfirði við Eyjafjörð. I hope to recive some mail of some kind from somebody in Iceland. If some person will send their address, I will mail a souvenir card of Omaha in return. Will C. Matthews, 2310 Fort. st., Omaha, Nebraska, U. S. A.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.