Unga Ísland - 01.08.1935, Qupperneq 16

Unga Ísland - 01.08.1935, Qupperneq 16
UNGA ÍSLAND 132 LESKAFLAR FYRIR LITLU BORNIN Arí og Gtinna. Það var sólskin og blíða. Ari saí’naði saman öllum snærisspott- um sem hann fann. Hann ætlaði að nota þá í færi. Hann ætlaði að veiða fisk og selja fyrir peninga eins og Einar. „Svo kaupi ég mér hjól“, sagði Ari, „og ég skal líka gefa þér þríhjól, Gunna, ef þú verður dugleg að hjálpa mér“. „Ó, hvað ég hlakka til“, sagði Gunna og klappaði saman lófun- um. „Farðu þá inn og sæktu mér ílát undir fiskinn“, sagði Ari. Gunna kom að vörmu spori með litla fötu. Það voru málaðar fall- egar myndir utan á fötuna og hún var spegilfögur að innan Það var líka berjafata. „Ertu alveg frá þér Gunna“, sagði Ari. „Heldurðu að fiskurinn komist í þetta? Sæktu stóra fötu eins og Einar var með“. Gunna fór tafarlaust. Mamma hennar var í þessu að Ijúka við að þvo eldhús- gólfið. Hún fór út með gólffötuna, hellti úr henni í göturæsið og hvolfdi henni fyrir utan dyrnar. Þegar Gunna kom út, sá hún að enginn var að nota fötuna. „Er þessi nógu stór?“ spurði Gunna um leið og hún setti fötuna af sér bak við skúrinn, þar sem Ari var að tilbúa færið. „Já, hún er ágæt“, sagði Ari, „og sæktu nú fyrir mig brunnkrókinn, því að þessi öngull, sem hann Ein- ar bjó til, er svo lítill og ónýtur“ Gunna sótti krókinn orðalaust. Hann var notaður til þess að krækja í brunnfötuna, þegar það kom fyrir, að hún slitnaði niður í brunninn. Ari festi krókinn við færiS. Síðan lögðu þau af stað og báru fötuna á milli sín.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.