Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 3

Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 3
UNGn ÍSLAUD 4. HEFTl. - XXXII. nnn. —^——— ^'-'JfWÍK, APRÍL 1937 1 Sundhöllin i Reykjavik £ Um sundmennf Islendinga. Saga sundlistarinnar á íslandi er mjög merkileg og gefur glöggt yfirlit yfir menningarástand þjóðarinnar í héruðum landsins á hinum ýmsu tím- um. Sagan fullvissar okkur um, að margir af forfeðrum okkar voru með afburðum góðir sundmenn og svo var sundkunnáttan almenn, að jafnvel konur og þrælar voru sundkunnandi. En svo hnignaði allri menningu Is- lendinga og sundkunnáttunni líka svo mjög, áð um 1820 voru ekki nema um 6 menn á öllu landinu, er voru svo sundfærir, að þeir gætu bjargað sér úr óstæðum polli. Úr því fer að glaðna til á ný, og verður vak'iingarinnar í þessum efnum fyrst vart á Norður- landi. Um þessar mundir búa við Eyja- fjörð tveir þjóðkunnir merkismenn, þeir Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni og Þorlákur Hallgrímsson á Skriðu í Hörgárdal. Báðir þessir menn voru víðsýnir og framtakssamir athafna- menn, og má rekja ýmsa vakningu í at- vinnu- og menningarlífi voru til áhrifa þeirra. Þannig eiga Akureyringar og nágrenni að miklu leyti að þakka Þor- láki hina fallegu trjágarða og það, að trjárækt er þar lengra komin á veg en annars staðar. Hann sendi utan til Danmerkur, son sinn, Jón Kjærnested,

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.