Unga Ísland - 01.04.1937, Side 4
UNGA ÍSLAND
46
til þess að læra þar akuryrkju, sund o.
fl. Kenndi hann svo á ýmsum stöð-
um, eftir að hann kom heim, í þau 16
—17 ár, sem hans naut við.
Fyrsta sundskólann hélt hann í
Skagafirði 1821 og ’22 og voru nem-
endur hans einkum úr Skagafirði, en 8
úr Eyjafirði. Nemendur hans kenndu
svo út frá sér, og var þetta þess vald-
andi, að alltaf hélst nokkur sund-
kunnátta við þar sem skilyrði voru fyr-
ir hendi, svo sem í Skagafirði, Eyja-
firði, í Þingeyjarsýslu við Mývatn og
lítillega í Húnavatnssýslu.
Frekast höfðu ungir menn við Mý-
vatn orð á sér fyrir glímur og sund.
Við laugarnar í Reykjavík kenndi Jón
vorið 1824, en kennsla féll þar niður
og mun sund ekki hafa verið æft að
neinu ráði sunnanlands, nema meðal
Bessastaðasveina, sem margir urðu
góðir sundmenn á þeirra tíma. mæli-
kvarða.
Fyrsti tilþrifamaðurinn á Suður-
landi er Björn Lúðvígsson Blöndal
(f 1887), ættaður úr Húnavatnssýslu.
Stofnaði hann Sundfélag Reykjavík-
ur 1884 og kenndi þar við laugarnar
í tvö ár, og munu þá allmargir hafa
iært sund hjá h’onum. Við dauða hans
féll þó sundkennslan niður og byrjaði
ekki aftur fyrr en 1891, og hefir hún
haldist óslitið síðan meira og minna öll
árin.
Einn af nemendum Björns Blöndals
var Páll Erlingsson sundkennari, sem
þegar í æsku og alltaf síðan var mjög
hrifinn af þessari fögru list. Sam-
kvæmt hans eigin umsögn, mun hann
hafa verið sérstakur meðal ungra
manna i sínu byggðarlagi, því hann
varð að rífa sig upp í óþökk, eigi ein-
asta við sína nánustu aðstandendur,
heldur og sveitunga til þess að fá að
læra sundið. Hann féll í áliti fyrir
þetta uppátæki, og þegar hann kom
heim að náminu loknu og synti í tjörn-
um og yfir ár, bar enginn það við að
læra tökin. Fólk hafði óbeit og alls-
konar ótrú á þessari vitleysu!
En svo réðist Páll sem kennari við
laugarnar og kenndi þar í mörg ár, og
svo síðar þrír synir hans, sem allir
eru þekktir sundkennarar.