Unga Ísland - 01.04.1937, Qupperneq 6

Unga Ísland - 01.04.1937, Qupperneq 6
UNGA ÍSLAND 48 að æfa þolsundið í sjó. Þann 6. sept. 1914 syndir Benedikt Waage, núver- andi forseti I. S. í., úr Viðey til lands. Margir fara að hyggja til Drangeyj- arsunds Grettis, og sumarið 1927, tekst sundkappanum Erlingi, syni Páls sundkennara, að vinna þá þrekraun. Síðastliðið sumar var Drangeyjarsund enn þreytt, og í það sinni af kornung- um manni, Pétri Eiríkssyni að nafni. Slík sundafrek, sem þessi, hafa vakið aiþjóðar athygli í hvert skifti er þau hafa verið unnin, og að því leyti lagt sinn skerf fram til almennrar vakn- ingar sundíþróttinni til handa. Á síðasta vetri var náð hinum merkasta áfanga í þróunarsögu sund- íþróttarinnar, en það var gert þann 23. mars s. 1., er hin fagra sundhöll í Reykjavík var opnuð til afnota fyrir almenning. Þessi nýja sundhöll er talin, af þeim er til þekkja, einhver stærsta og feg- ursta sundhöll á Norðurlöndum. Laug- in sjálf er 33,33 m. á lengd, en 10 m. breið. Daginn, sem höllin var vígð, var margt manna samankomið í hinum fagra sundsal hallarinnar. I sambandi við vígsluna fóru fram margskonar sundsýningar í lauginni, en þær hófust á því, að lítil stúlka, dóttir Erlings Pálssonar Erlingssonar, Þuríður Erla, sem aðeins er 7 ára að aldri, synti eft- ir endilangri lauginni. Litlu sundkonunni var tekið með fádæma fögnuði af áhorfendunum, og var auðheyrt, að þeir kunnu vel að meta þenna þátt sundsýningarinnar, enda var hann vel viðeigandi og naut sín prýðilega. Með þessu var á tákn- rænan hátt sýnt, að höllin er fyrst og fremst gefin börnunum og framtíðinni. Þær nældu en hnepptu ekki. A n n a : Það er gömul kona úti, sem endilega vill selja okkur hnappa, mamma. M a m m a : SegðU henni að eg sé vant við látin, hún verði að koma seinna. A n n a : Þess þarf ekki, mamma, hún er víst farin, eg sagði henna að við nældum æfinlega saman fötin okk- ar, þegar slitnaði úr þeim tala. „Það á ekki að raka mig“. Pétur litli hafði oft farið til rakar- ans með pabba sínum. Nú fór hann til rakarans í fyrsta skipti til að láta klippa sig. Hann sett- ist í stólinn og hagræddi sér þar, eins og hann hafði séð pabba sinn gjöra. Síðan leit hann á rakarann, alvarleg- ur á svipinn og sagði: „Það á ekki að raka mig“. „Hvernig toldi punkturinn“. Eiríkur var afar spurull, og frænka hans, sem var orðin dauðleið á þessum sífelldu spurningum, sagði eitt sinn við hann: „Eiríkur! Hefirðu heyrt um dreng- inn, sem alltaf var að spyrja og spyrja, þar til hann varð að stóru spurningar- merki?“ „Nei“, svaraði Eiríkur, „en hvern- ig tolldi punkturinn neðan í honum?“ Reikningsþraut. Samanlagður aldur föður, móður og dóttur er 100 ár. Aldur móður og dóttur er jafn aldri föðurins, og ald- ur föður og móður er nífaldur aldur dótturinnar. Hve gömul eru þau, hvert fyrir sig? Svar í næsta blaði.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.