Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 7

Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 7
49 UNGA ÍSLAND Samfal um heilsufræði í skólastofu. Skólahjúkrunarkonan: „Sæl og blessuð börnin góð“. Börnin: „Sæl“. Hans: „Af hverju kemur þú hing- að? Átt þú að fara að kenna okkur líka ? “ Hjúkrunark.: „Nei, en kennarinn ykkar þurfti að skreppa frá, í bili, og bað mig um að hafa hemil á ykkur á meðan“. Gréta: „Viltu þá segja okkur sögu, ef við verðum stillt og góð?“ Hjúkrunark.: „Það tekur því nú varla, að fara að byrja á sögu. Þið skuluð heldur segja mér eitthvað, til dæmis um það, hvernig þið ætlið að fara að því að verða sterk og stór, því það ætlið þið öll að verða. Heilbrigði og hreysti er fyrir miklu eins og þið vitið. Sá sem er heilbrigður er betur undir baráttu lífsins búinn en hinn, sem er sífelt lasinn og veill. Jæja, spjallið þið nú við mig og segið mér hvað þið gerið til að verða hraust“. Hans: „Við gerum alls ekki neitt“. Hjúkrunark.: „Jú, jú, þið gerið sitt af hverju, en þið eruð bara oi'ðin svo vön því, að þið veitið því ekki eftir- tekt. Við getum til að mynda tekið hreinlæti. Gréta, þú getur sagt okkur hvað þú gerir á morgnana, áður en þú kemur í skólann“. Gréta: „Ég þvæ mér vel, bursta tennur, skola munninn og kverkarn- ar“. Hjúkrunark.: „Þarna sjáið þið, þið þvoið ykkur öll og það verðið þið að gera vel og vandlega. Vatnið og sáp- an leysir upp ysta lag húðarinnar og skolar burt með því svita, óhrein- indum, sýklum og gerlum. Ef þið þvoið ykkur ekki daglega, þá situr þessi óþverri áfram í húðinni, eins og gráleitt lag og auk þess, sem það er óþrifalegt og ógeðslegt, þá er það líka óholt, því það er eitt af störfum húðarinnar, að skilja út ýms skaðleg efni, sem myndast stöðugt í líkam- anum. En það nægir ekki, að þvo höndur og andlit, ef vel á að vera, verðið þið, að þvo allan kroppinn daglega. Hörundið hefir nefnilega fleiri hlutverk með höndum, meðal annars það, að halda líkamshitanum eðlilegum. En til þess, að það starf gangi vel, þarf að þjálfa og stæla hörundið á þann hátt að þvo daglega allan líkamann og nudda vel á eftir. Þeir sem hafa vel þjálfað hörund eru ekki kulvísir og ofkælast þessvegna sjaldan. En af ofkælingu getið þið fengið kvef, hálsbólgu og jafnvel lungnabólgu". Hans: „Ég baða mig á hverjum degi, en samt er ég vanalega með óhreinar hendur“. Hjúkrunark.: „Hraustir krakkar óhreinkast fljótt á höndunum, því þau hafa margt fyrir stafni, en munið að þvo ykkur vel um hendurnar áður en þið borðið, eins, ef þið farið á sal- erni, eigið þið ávallt að þvo hendur ykkar á eftir. Það hefir afar mikla þýðingu fyrir heilsu ykkar og heil- brigði, að þessar tvær reglur verði ykkur að föstum vana. Minnist þess“. Öll börnin: „Við eigum að þvo heridur okkar áður en við borðum og eftir að við höfum farið á kamarinn“. Hjúkrunark.: „Við það að tennurn- ar eru burstaðar og munnur og kverk- ar skolað, þvæst burtu mikið af gerl-

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.