Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 8

Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 8
UNGA ÍSLAND 50 um. í munninum eru alltaf gerlar eða bakteríur, flestar meinlausar, en það geta líka verið skaðlegir sýklar, sem geta orsakað s.júkdóm hjá ykkur sjálfum eða einhverjum félaga ykkar. Með því að hreinsa munninn daglega er síður hætta á slíku“. Gréta: ,,Það er líka vegna þessara baktería, sem geta verið í munninum, að við megum ekki nota óhrein glös, gafla, skeiðar, hnífa og þess háttar“. Hjúkrunark.: „Þetta er alveg rétt og þetta á líka að verða fastur vani“. Hans: ,,Já, en heima hjá mér not- um við krakkarnir öll sama tann- burstann og hún pínulitla systir mín leikur sér með hann á daginn“. Hjúkrunark.: ,,Þeim tannbursta skaltu biðja mömmu þína að fleygja þegar heim kemur. Hann gerir meira ógagn en gagn. Með því að bursta tennur ykkar, dragið þið úr hættunni á tannskemmdum. En af tann- skemmdum fáið þið fyrst og fremst tannpínu, í öðru lagði verðið þið and- römm, tyggið matinn ver og fáið því frekar meltingakvilla. Minnist þess, að slæmar tennur valda slæmri heilsu. Tennur á að bursta kvölds og morgna, sérstaklega ríður á að bursta þær vel á kvöldin. En fæðan hefir líka þýð- ingu fyrir tennurnar ekki síður en önnur líffæri líkamans. Hvað borðar þú áður en þú ferð í skólann á morgn- ana, Gréta litla ? “ Gréta: ,,Eg fæ kaffi og 2 fran.sk- brauðssneiðar". Hjúkrunark.: ,,Og heldur bú að þetta sé undirstöðumatur“. Gréta: ,,Það er hressandi begar maður er syfiaður. að fá kaffisona”. Hjúkrunark.: ,,Eg skal trúa því, að kaffi veki þig á morgnana, því kaffi inniheldur sterkt eitur sem heitir koffein. Þetta efni verkar örfandi á hjarta og taugar, þess vegna hressist maður af kaffinu í bili, en bara í bili. Ef börn drekka mikið og sterkt kaffi til lengdar, verða þau geðstirð og taugaslöpp. Auk þess verkar kaff- ið þannig á magann, að manni finnst maður vera saddur og hefir því ekki lyst á kjarngóðum mat. í kaffinu er engin næiúng, kaffi er nautnalyf en ekki matur. Á morgnana hefir mag- inn verið tómur í marga klukkutíma og er því reiðubúinn að taka til starfa og melta mikinn mat. Til dæmis hrær- ing eða hafragraut og 2—3 rúg- brauðssneiðar“. Gréta: „En eg hefi engan tíma til að borða mikið á morgnana; eg yrði þá of sein í skólann". Hjúkrunark.: „Já, það er ósiður, sem margir skólakrakkar hafa, að gleypa í sig matinn í flýti, af hræðslu við að verða of sein í skólann. Þið verðið að fara það snemma á fætur. að þið getið borðað í ró og næði. Og ef þið fáið undirstöðumat á morgn- ana, þá þarf ekki að kvíða lystar- leysi seinna um daginn. — Munið að vakna nógu snemma, krakkar. En ti! að fá nógan svefn, verðið þið að fara ' snemma að sofa á kvöldin. Hvenær háttið þið?“ Gréta: Klukkan 9. Hiúkrunark.: ..Hvað ertu gömul?“ Gréta: ..Átta ái'a“. Hiúkrunark.: ,.Nú. bað er bess ■'ægna, spm bú ert svfinð á mnvorrianp Þú átt að hátta kl. 8. begar bú ert 8 ára. það er létt að muna. Svo mát.tn bæt.a við 15 mínútum á ári. þannig að þeerar þú ert 9 ára áttu að há.tta kl. 8,15 o. s. frv., en seinna en 9,30

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.