Unga Ísland - 01.04.1937, Side 10
UNGA ÍSLAND
52
Misskilningur.
Eg mun hafa verið eitthvað 7—8
ára, þegar þessi saga gerðist. Það
var að sumarlagi, á engjaslættinum.
Pabbi og mamma voru á engjum,
en við systkinin 3, Gunna, Bogga og
eg, áttum að gæta heimilisins. Gunna
var okkar elst, 5 árum eldri en eg, en
Bogga yngst.
Við höfðum nú ekki miklum störf-
um að gegna heima, og kunnum mæta-
vel við okkur, því að nú réðum við
okkur sjálf, og máttum að mestu leyti
lifa og láta eins og okkur sýndist. Nóg
höfðum við að skemmta okkur við.
Helsta skemmtunin var að veiða horn-
síli í vatninu, tókum við þau með
höndunum og settum þau í smákvíar,
sem við grófum í sandinn, og veittum
svo vatni í, en ekki drápum við þau.
Var mikið kapp í milli okkar um
það, hvert mest gæti veitt.
Líka þótti okkur góð skemmtun að
horfa á síldarskipin, sem voru að
veiðum á víkinni, skammt frá landi.
Sérstaklega varð okkur starsýnt á
stórt skip, sem var grynnst af þeim
öllum. Þessi skemmtun var þó dálitl-
um ótta blandin, því við vissum ekki
nema skipverjar kynnu nú að taka
upp á því að koma í land, en í þess-
háttar heimsókn langaði okkur ekki.
Höfðum við heyrt sögur um það, að
útlendingar hefðu stundum hagað sér
ruddalega í landi. Þorðum við því
ekki annað en að hafa vakandi auga
á skipunum, til þess að 'vera við öllu
búin, og héldum vörð til skiftis.
Svo var það einu sinni. þegar Bogga
átti að halda vörð, að við vissum ekki
fyrri til en hún kom með asa mikl-
um, og segir að „stóra skipið“ sé bú-
ið að setja út bát, og sé honum róið
til lands. Leist okkur nú ekki á blik-
una, og tókum saman ráð okkar í
snatri. Kom okkur saman um að fela
okkur, og láta líta svo út, sem enginn
maður væri heima. Mundu þá skip-
verjar fara um borð aftur, ef þeir
yrðu engra manna varir.
Fórum við nú öll inn í bæ, og lok-
uðum honum vandlega, síðan fórum
við upp í eitt rúmið í baðstofunni, og
breiddum upp yfir höfuð. Ætluðum
við ekki að láta á okkur bæra, hvað
sem á gengi.
Þegar við höfðum legið svona um
hríð, dettur Gunnu allt í einu í hug,
að við höfum gleymt að læsa skemm-
unni, segir hún að við megum til með
að gera það, því að ekki sé eigandi
undir að hafa hana ólæsta. Þetta
þótti okkur Boggu hið mesta óráð,
því að nú gætu skipverjar verið komn-
ir í land, og ef þeir sæju okkur, þá
væri allt til ónýtis. En Gunna lét eng-
an bilbug á sér finna, og varð svo að
vera, sem hún vildi. Þannig hagaði til
með skemmuna að á henni voru úti-
dyr, og ekki hægt að komast í hana
úr bænum öðruvísi en að fara út. Fór
nú Gunna fram og út, og við á eftir,
því að öll vildum við halda saman.
Gekk þetta allt vel, og komumst við
unp í rúmið aftur, án þess að nokk-
uð bæri til tíðinda.
Líður nú nokkur stund, syo að við
verðum einskis vör. en allt í einu
heyrum við að gengið er heim á hlað-
ið, og að einhver fer að rjála við bæj-
arhurðina, líst okkur nú ekki á bb'k-
una, og ekki batnaði, þegar við hevrð-
um, að komið er upp á gluggann. Þor-
um við nú varla að draga andann,