Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 14

Unga Ísland - 01.04.1937, Síða 14
UNGA ÍSLAND 56 tíu gullpeningum rikari. Presturinn hafði ekki áhuga á, að sagan breiddist ut. Sama kvöldið hittust drengirnir í laumi Þá voru ræddir viðburðir dagsins. Tsao Ling sagði, að hlutverk sitt hefði verið léttara, en hann bjóst við. Maísakurinn var áfastur við lága múrinn, sem liggur umhverfis musterið, og þar sem enginn dvaldi í musterinu um þetta leyti, hafði það ekki verið torvelt að stela líknesk- inu, sem var úr tré og því létt. Það var heldur ekki erfitt að festa það á langa stöng, svo að það væri hægt að halda því uppi yfir korntoppunum. Erfiðara hafði verið að koma því á sinn stað — en það hafði þó tekist. Lao Wang þakkaði Tsao Ling fyrir. hjálpina. Nú var bara spurningin, hvort að tiltæki þeirra mundi hafa þann ár- angur, sem ætlast var til. Þegar Lao Wang kom heim, heyrði hann málróm foreldra sinna. — Heldur þú virkilega að presturinn steli? — spurði móðirin. — Eg veit ekki ... — — Ja, — ef svo er, þá sætti eg mig ekki við, að sonur okkar verði látinn fara í musterið til hans. — — Eg segi sama til. Hann verður víst heldur að fá þá ósk sína uppfyllta að verða bóndi. — Og það fékk hann. Magnús Gislason þýddi Kennarinn: Getur þú sagt mér, hvers vegna við dáumst að Rómverjum til forna? Nemandinn: Af því að þeir kunnu latínu! c oooooooooooooooooooon $ . $ 0 1 sá rum. J 0 Saga eftir 1 Sigurjón Jónsson l nOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQ Framhald. Skjáliandi af geðshræringu tók Gísli litli höndum fyrir andlitið og lofaði guð hástöfuin, Hjarta hans barðist ákaft. Honum fannst hann ætla að kafna. Þá fóru tárin að renna af aug- um hans. Þau féllu hvert eftir annað ofan á kaldan hellustein og runnu þar saman í heild. Honum létti, er hann hafði grátið um stund. Hann leit þakkiátum augum á tárin á steinin- um, lét blitt að þeim og raulaði vísurnar, sem hún mamma hans hafði svo oft kveöið: »Þú sæla heimsins svala lind, ó silfurskæra tár, er allri svalar ýta-kind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heinis í burtu ber; þótt blæði hjartans sár. Mér liimneskt ljós i hjarta skin í hvert sinn er ég græt, þvi drottinn teiur tárin mín. Eg trúi’ og huggast læt!« Hann mælti kvæðið hægt fram með allmik- illi tilfinningu og sannfæringu, svo að hvert orð lýsti hans eigin sorgum, hans eigin tárum. Síðan fór hann að hugsa það upp aftur, er honum hafði verið ríkast í huga uppi við fjalls- öxlina. Hann hafði þá verið að óska sér dauða,

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.