Unga Ísland - 01.04.1937, Page 16
UNGA ÍSLAND
58
Það marraði i frostnum skóm úti.
Gísli litli hljóp í hornið, til þess að hann
sæist ekki, þó að litið yrði inn.
Ó, en ef hann yrði lokaður inni!
Maður kom að hurðinni.
Gísli litli reyndi að halda niðri í sér and-
anum.
»Hvernig stendur á þessu? Féið Étur ekki!
........Er nokkur þarna?“ var kallað i dyr
unum.
Gisla litla leist ekki ráðlegt að leynast,
Hann staulaðist hikandi til mannsins.
Ari á Felli stóð í gættinni.
»Nei, ert það þú, Gísli minn,« sagði hann
ljúfmannlega en dálítið undrandi. »Sæil og
blessaður. . . Hvaðan ber þig að?«
Gísli lítli reyndi að leysa greiðlega úr þvi.
Hann var jafnvel hissa á sjálfum sér — hvað
hann gat borið sig vel, þar sem komið var að
honum i annara luisi.
»Jæja, góði. Ég sá ekki til þin inneftir í morg-
un. . . . Nú, þú sást heldur engan hér á ferli.
Ég hef verið inni. Og þú fannst ekkert. . . .
Tæplega við því að búast. . . . Hvernig eiu
kindurnar mínar, Gísli minn?«
Þær . . þær . . eru mjög fallegar . . fjarska
fallegar.«
»Fyrst þú segir það, trúi ég því, Þú hefur fjár-
auga. Húsbóndi þinn sækir fjárvitið sitt i
þig, eða svo skildist mér i gær. . . Ég er
enginn fjármaður — þekki trauðla mínar kindur.«
Gísla litla óx áræði og hugur við þessa játn-
ingu.
»Ég hefi alltaf gaman af að sjá fé við jötu
og leit þvi hingað inn. En þá . . . en þá sá ég
. . . sá ég . . . fannst mér ég sjá kind . . .
kind . . . sem ég þekkti,« stamaði liann.
Gísli litli sá nú eftir að hafa hreyft þessu.
En það var of seint. Nú þurfti hann að halda
áfram að tala svo að skildist.
»Ég sá við jötuna á, sem Jóhann á.«
Ari færði sig inn fyrir liurðina og leit rann-
sakandi yfir hópinn.
»Er það víst, drengúr?«
»Ja—á—já,« stundi Gisli litli sótrauður að
eyrum.
»Hvar er kindin, góði?«
Gisla litla fannst allt snúast fyrir augunum
á sér. Hann æddi af stað inn i króna. En hvar
var ærin? Var þetta allt vitleysa? Hvar var
ærin . . . ærin . . . ærin? þarna var hún, . . .
4
þarna . . . þarna.
Gisli litli lofaði guð í hljóði.
Þegjandi benti hann á kindina.
»Þessi kollótta, skeifhyrnda?« spurði Ari.
»Já.« hvíslaði Gisli litli.
Ari skoðaði ána.
»Stýft og stúfrifað! . . . Það er rétt drengur
rninn. Jóhann á rolluna.<>
Gisii litli varpaði öndinni léttilega. Honum
þótti þungu fargi létt af sér. En samt varð
hann nú fyrst verulega hræddur. Sú spurning,
hvort Ari mundi berja hann, gægðist kveljandi
sár fram i meirlyndan huga hans.
Ari sleppti ánni, studdi hönd á garðabandið
og varð hugsi.
Gísli litli horfði í laumi til hans milli vonar
og ótta. Átti hann ekki að fá refsingu fyrir
framhleypnina?
»Þetta litur illa út, góði«, sagði Ari brosandi.
»Það er eins og ég hafi ætlað að stela rollu-
greyinu«.
Hann hló léttan og fjörlegan hlátur.
■Ójá. Einhver hefir stolið ósélegra«, bætti
hann við. »Þetta er snotur ær? Hvað er hún
gömul?«
»Fjögurra vetra«, svaraði Gisli litli hiklaust
og hress í máli.
»Og var í kvium í sumar?« spurði bóndi.
«Nei, hún var geld«.
Ari horfði með aðdáun á drenginn.
»Þú ert svei mér glöggur . . . En ekki ætlaði
ég að stela rollunni. Eg þekkti hana ekki . . •
Nú verður samt Jóhann skapfúll og þjófkennir
mig . . . Heldurðu ekki?«
Framhald.