Unga Ísland - 01.01.1939, Side 7

Unga Ísland - 01.01.1939, Side 7
UH6R 15LRNQ XXXIV. ÁRO. 1. HEFTI JAN. 1939 (€ím círamct. Um þessar mundir hljómar kveðjan, „gleðilegt nýtt ár“ frá manni til manns. Unga ísland óskar einnig lesendum sín- um árs og friðar á komandi ári. Þetta er aðeins einföld ósk til hvers og eins og til allra í senn. Á tímamótum eru menn ávallt fúsir á að segja við sjálfa sig, að nú skuli þeir gera eitt og annað á næsta tímabili. — Sumir ganga jafnvel svo langt, að þeir heitstrengja að hafa gert þetta eða hitt, áður en árið er liðið. Unga ísland vill hvorki í þessu efni nje öðru hvetja til öfga. Það er að vísu ekki nema gott eitt um það að segja, að menn setji sér markmið, þegar keppt er að göfugu settu marki með alúð, og af kostgæfni. Heilsið hinu nýja ári vonglöð. Verið bjartsýn, þýð í viðmóti við hvern sem er, hjálpfús og fljót til sátta . Sá sem leggur rækt við þessar dyggð- ir, gengur á vegi gleðinnar og gæfunnar árið 1939.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.