Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 5
15 UNGA ÍSLAND ------------------------ Prír vinir. Pýff, Marf. Magnússon. Niðurlag. Það rifjaðist upp fyrir honum, það sem hann hafði heyrt menn heima segja um fangelsin. Þau voru hræðileg! Níels var á valdi þessara ömurlegu hugsana — og hann nálgast stöðugt þetta ókunna land, sem hann var fluttur til, gegn eigin vilja. Hve langt skyldi verða þangað til aft- ur fengi að sjá landið sitt? Ef til vill aldrei! Hann bað hamingjuna að hjálpa sér — minnsta kosti að hann fengi aft- ur að hitta Henning. Veslings Henning. — Hann myndi aldrei þola að sitja í fangelsi. Hann var líka yngri. Hann myndi yfirbugast, ef hann ætti að vera einn. En Níels var ekki settur í fangelsi. Englendingunum virtist víst, að lítill, varnarlaus drengur væri of lítið her- fang til að hljóta neinn heiður af. Þeg- ar þeir náðu landi, skipaði skipstjórinn honum því að hypja sig í land og láta aldrei sjá sig þar framar. í fyrstu varð Níels himinglaður yfir frelsinu. — En hvers virði var það? Hann var í ókunnu landi, þar sem eng- inn skildi hann — órafjarri vinunum heima. Hann var kominn til London. Þreytt- ur og kvíðafullur ráfaði hann um borg- ina — þessa risastóru borg. Hann varð að betla til þess að draga fram lífið, en það var ekki mikið, sem fólk gaf honum. Kvöld nokkurt reikaði hann niður í skipakvíarnar og skreið um borð í skip, sem honum virðist mannlaust — og bak við nokkra kassa átti hann miklu betri nótt en lengi undanfarið. En hver getur lýst undrun hans, er hann vaknaði og sá, að hann var kominn út á haf. Og þegar skipverjar uppgötv- uðu hann, var honum gert ljóst, að nú væri hann á leið til Hamborgar. Aftur var hann á leið til framandi lands, gegn vilja sínum. Hvenær skyldi honum koma hjálp? Nokkrum dögum síðar var Níels svo staddur í Hamborg, einmana og yfirgef- inn, engu síður en í London. Málið skildi hann ekki. Og oft var hann að því kom- inn að örvænta. Nú var sennilega Ulrik, og ef til viil Henning, kominn heim? Hann — bara hann varð að þola þrautir í framandi löndum, þar sem hann þekkti engan. En dag nokkurn, þegar hann laumað- ist meðfram húsaröðum, þar sem slojgg- inn var mestur, svo að sem minnst bæri á honum, öllum betlurum tötralegri — þá kom hann allt í c:nu auga á mann, sem honum virtist harn þekkja. Hann stóð sem steinilostinn, grafkyrr og starði á manninn, — svo rak hann upp gleðióp. Þetta var jú Hans frændi. Hans Löve. Föðurbróðir Ulriks! I tveim stökkum var hann kominn að hliðinni á honum. Hans frændi varð jafn agndofa og undrandi, þegar hann sá að þessi litli leppalúði var Niels Hasle. Á næsta augnabliki lá Niels fagnandi um háls Hans Löves. — Loksins var hjálpin komin! í fangelsi — Flótti. Ulrik hélt áfram suður Jótland, ásamt Mariettu og gamla manninum, föður hennar. Við hina stöðugu æfingu varð hann hinn ágætasti fimleikamaður, og Mari-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.