Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.02.1939, Blaðsíða 12
UNGA ÍSLAND 22 STEFÁN JÓNSSON: VINIR VORSINS Framhald XII. HULDUFÓLK. Eftir jólin fór daginn aftur að lengja. Sólin þokaðist hærra og hærra upp á himininn með hverjum deginum, kom fyrr upp, og gekk seinna undir. Skugg- arnir norðan í fjallinu hinum megin dalsins urðu minni og ekki eins dökk- ir og áður. Hvernig stóð á þessu? Hvernig stóð á því, að sólin var stund- um svo hátt á lofti, en svo aftur hina stundina virtist hún tæplega nenna að ómaka sig upp fyrir suðurfjöllin? Þess- ar og þvílíkar spurnir voru átta ára manni ofurefli að fást við. Skúli Bjart- mar hafði líka mörgu öðru að sinna. Ég gæti einnig best trúað, að það stæði í fleirum en honum að svara þessu. Hvað segið þið um það, börnin góð? Það var liðið fram í marsbyrjun og Skúli hafði ekki séð Bensa síðan á jól- um. En í marsbyrjun hafði Bensi sagt að skólinn yrði úti. Hans gat því verið von í nágrenniö á hverjum degi úr þessu. Veðrið hafði verið gott undan- farandi daga og Skúli Bjartmar hafði mikið verið útivið; stundum leikið sér, stundum hjálpað pabba sínum. Þið hald- ið nú ef til vill, að hann hafi ekki mikið gagn getað gert, en þar skjátlast ykkur. Hann sópaði moðið úr fjárhús- jötunum, rakaði yfir krærnar og bar í þær snjó, væru þær of þurrar, og svo var eitt, sem orðið var hans fasta starf, þegar veður var gott. Hann rak féð til beitar fyrir pabba sinn. Jafnvel þótt það kostaði hann að fara á fætur all snemma, taldi hann það ekki eftir sér, fengi hann aðeins að reka féð. Það var oft svo hressandi að koma út í svalt morgunloftið, jafn- vel ekki s;ður, þó að enn væri ekki full- bjart. Konum þótti vænt um kindurnar, þær voru vinir hans. Nú voru þær ekki eins styggar, og þegar sumarið og fjallafrelsið hafði vald yfir sál þeirra. Þarna lötruðu þær nokkrum fótmálum á undan honum, upp fjallshlíðina, þær sem aftastar fóru. Hinar, sem léttræk- ari voru, fóru fremstar og er þær höfðu náð einhverju settu marki, er þær auð- sjáanlega höfðu sett sér, litu þær við og horfðu yfir hópinn, sem breikkaði æ því meir, sem nær dró smalanum, Skúla Bjartmar, þessum hnubbaralega átta ára karlmanni. Skúla fannst þær ærnar, sem fremstar fóru, líta með stórri vanþóknun niður til hinna, sem latrækari voru. Kannske var það bara ímyndun ein, en hitt var augljóst, að þeim öftustu fannst ekkert liggja á. Þær námu staðar öðru hvoru og gáfu sér góðan tíma til að litast um, stóðu kannske kyrrar þar til Skúli var rétt kominn til þeirra og hastaði á þær. Þær litu á hann með gjörsamlega takmarka- lausu rólyndi og honum fannst augna- ráð þeirra fjarrænt, eins og þær ættu sér annan heim, sem þær væru að horfa inn í. Kannske undu þær við sumar- drauminn sinn um lyngi klædda brekku í faðmi íslenskra fjalla. Og er þær horfðu upp móti hlíðinni voru þær kannske að minnast þess, að þarna bak við þetta fjall höfðu þær lifað margan áhyggjulausan sólskinsdag, þegar ilm- ur gróandi grasa fyllti loftið, og lítil lömb með hrokkinhærða hnakka léku eltingaleik í návist þeirra. Nú var ekk- ert sumar meir. Skúli varð að hasta á þær, svo að þær dröttuðust áfram.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.