Unga Ísland - 01.06.1942, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.06.1942, Blaðsíða 20
Hver getur reiknað Kaupmaöur nokkur réði til sín snúningadreng. Þaö er leiðinlegt að þurfa aö segja þaö, aö drengurinn hafði mjög lítið skeytt um námiö í skólanum, og oröiö þeirri stundu fegnastur, er hann slapp þaöan. Þeg- ar hann hafði unnið hjá kaupmann- inum eitt ár, fór hann fram á að kaup sitt yrði hækkaö. — Já, viö skulum sjá, sagöi kaup- maðurinn. Hvað eru nú margir dag- ar í árinu? — 365, sagði strákur. — Já, rétt er það. Hvaö hefirðu unnið lengi á dag? — Svona 10—12 tíma. — Já, viö skulum segja 12. Ekki vil ég hafa af þér, sagöi kaupmað- urinn. Nei, bíðum viö, þú hefur oft- Kári finnur, að ábyrgöinni er af sér létt. Sveinn er tekinn viö sem aö- almaður vaktarinnar. Og áöur en langt líöur, sjá þeir móta fyrir fjöll- um noröan við DjúpiÖ. Sveinn tekur stefnuna á þau. — Eg veit ekki, hvort þetta er Straumnesiö eöa eitthvert fjallanna inn með Djúpinu, en svona getum viö nú haldið áfram, þangaö til Kristófer kemur upp. Hundvaktin er liöin, klukkan að verða fjögur og komið aö vaktaskipt- um. Það lygnir óöum og lítur út fyr- ir gott veður. (Endir). Hér með lýkur þættinum „Kári fer í verið”. Sagan mun koma út bráðlega í heilu lagi undir nafninu „Hafið, bláa haf- iðog þykir því eigi rétt að birta meira af henni hér. ast fengiö einn tíma á dag til aö matast og tvo hálftíma hefirðu feng- ið í kaffi á hverjum degi. Jæja, þá eru eftir 10 tímar á dag. HvaÖ veröa þaö margir tímar á ári? — Strákur margfaldaöi 365 með’ 10 og fékk út 3650 tíma. Hvaö skyldu það nú vera margir sólar- hringar? Jú, það veröa 152 sólarhringar, þegar viö deilum tímafjöldanum með 24. Er það ekki rétt? — Jú, auövitaö, sagöi strákur. — Já, en góði minn. Viö reiknuð- um meö því aö þú hefðir unniö alla daga ársins, en þú hefur ekki unn- iö á sunnudögum. Viö veröum að draga frá 52 sunnudaga. — Jæja, þá eru eftir hundraö, sagði strákur. — Já, svo varst þú veikur bæði júní og júlí og fram í miöjan ágúst. — Já, þaö var satt, sagöi strákur og varð dálítiö skömmustulegur. — Það voru samtals 76 dagar, ef ég man rétt. — Já, sagöi strákur og var orðinn mjög lágróma. — Svo fékkstu hettusóttina í vet- ur og varst frá verki í 14 daga og 14 við 76 veröa 90. Svo vannst þú * ekki 1. desember og ekki jóladagana tvo og ekki vannst þú heldur á nýárs- dag. Svo átturðu frí báða bænadag- ana og báða páskadagana. Daginn, sem pabbi gamli dó var búöinni lokað, frí átturðu þá og ekki vannstu á sumardaginn fyrsta. Þetta eru sam- tals 10 dagar og 10 viö 90 eru hund- raö. Strákur þagöi. — Eins og þú sérö af þessum reikn- ingi, góði minn, þá hefir þú ekki 94 UNGA Í5LAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.