Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 13
kvikmyndahandritið og leikur eitt aðalhlutverkið. Erfitt er að spá nokkru um framtíð þessa unga fyrirtækis að svo stöddu, en ef aðstand- endur þess vinna áfram af sama áhuga og hingað til, er ekki úti- lokað að þeir geti með tímanum boðið íslenzkum bömum upp á kvikmyndir, sem þau skilja og sem hafa meiri fræðandi og þroskandi áhrif á þau en mikið af þeim erlendu barnamyndum, sem nú tíðkast í kvikmynda- húsum okkar. Með snarræði bjarg-ar Nonnl flugskipfnu, er eldur kemur upp. SKRÝTLUR. Líffærafræði. Eitt úrlausnarefnið í efsta bekk bama- skólans var ritgerð um líffærafræði. Einn efnilegur unglingur sendi eftirfarandi rit- smíð: „Höfuðið er einhvem veginn kringlótt og hart, og heilinn er innan í því, og hárið er utan á því. Andlitið er framan á höfðinu þar sem maður etur og grettir sig í framan. Hálsinn er það, sem heldur höfðinu upp úr kragan- um. Það er erfitt að halda honum hreinum. Maginn er svoleiðis, að ef maður borðar ekki nógu oft, finnur maður til í honum. Hryggurinn er löng röð af beinum í bakinu, sem koma í veg fyrir að maður bögglist saman. Bakið er alltaf fyrir aftan, alveg sama hve fljótt maður snýr sér við. Handleggimir em festir við axlimar á þann hátt, að maður getur slegið bolta og teygt sig í matinn. Fingumir standa út úr höndunum svo maður geti gripið bolta og lagt saman dæmi á töflu. Fótleggirnir eru þannig, að ef þú hefðir ekki tvo, gætirðu ekki hlaupið í boltaleik. Fætumir em það, sem maður hleypur á, og tærnar eru það, sem maður rekur í. Og þetta er allt, sem er á manni, nema það, sem er innan í, og það hef ég aldrei séð.“ Bréfið. Hún Sigríður var orðin ósköp áhyggju- full út af Jóni litla syni sínum, sem var farinn í heimavistarskóla. Það vora liðnar nokkrar vikur án þess að hann hefði skrif- að. Svo kom allt í einu bréf, sem hljóðaði svo: „Elsku mamma. Mér er sagt að skrifa bréf til þín. Ég bið að heilsa öllum. Vertu sæl. Jón.“ UNGA ISLAND 9

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.