Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.12.1954, Blaðsíða 17
Kanntu rett krosssaumsspor Nokkrar ungar „hannyrðakonur" hafa skrifað Unga íslandi og beðið um myndir, er sýni rétt saumuð krossspor. Benda þær á, að ekki fari allir eins að. Hér eru sýndar nokkrar aðferðir, sem al- mennt eru taldar réttar. Saumað er frá vinstri til hægri. Á 1. mynd er sýnt, hvemig undirsporið er saum- að, en á 2. mynd er verið að sauma yfirspor- ið. Þannig er farið að, þegar sporin eiga að liggja í láréttri röð (sjá nánar 5. mynd). Yfirsporin eru saumuð frá hægri til vinstri. Á 3. mynd er verið að sauma spor, sem liggur á ská upp á við. Þegar næsta spor er saumað þama, er nálinni stungið niður við Blómakörfu þessa er mjög auðvelt að teikna upp og stækka, því það er ekki nauð- synlegt að blómunum sé raðað nákvæmlega á sama hátt og hér er sýnt. Karfan sjálf, haldið og leggirnir tveir er saumað með kontórsting (leggsaumi). En takið eftir því, að blómin vinstra megin eru saumuð á annan veg en þau, sem em hægra megin. Vinstra megin við körfuna (A3) er sýnt, hvemig blómið er saumað. í miðið em nokkrir fræhnútar. Sýnishornin tvö fyrir ofan eiga við blómin hægra megin. A1 er “saumað með löngum kappmellusporum (tungusporum), en A2 sýnir venjulegan flatsaum. Þið kunnið sjálfsagt að sauma venjuleg- an flatsaum. En reynið að sauma blöð með fjaðursaumi. Á mynd A4 er aðferðin sýnd. Nálinni er stungið niður í miðju blaði'og út aftur við jaðrana á víxl. Þríhyrningurinn umhverfis körfuna er saumaður með kappmelluspori (tungu- spori). svarta depilinn (sem örin A bendir á), en upp við B. Á 4. m. er verið að sauma skáspor niður á við. Þegar nýtt spor er saumað, er stungið niður við A, en upp við B. Myndin sýnir, hvernig lokið er við spor og byrjað á nýju. Athugið myndirnar vel og reynið að sauma undir og yfirspor eftir þessum regl- um. UNGA ÍSLAND 13

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.