Unga Ísland - 01.12.1954, Page 27

Unga Ísland - 01.12.1954, Page 27
Frímerkjaklúbbur Unga íslands Jólamerki Það er gaman að minnast þess nú, að fyrir hálfri öld — árið 1904 — voru fyrstu jólamerki veraldárinnar gefin út. Danskur maður átti hugmyndina. Þetta sama ár var fyrsta íslenzka jólamerkið gefið út af Hvítabandinu; grár fálki á bláum skildi, með orðunum: „Barnahæli, Caritas“, en Caritas þýðir kærleikur. Árið 1913 tók Thorvaldsensfélagið að sér útgáfu jólamerkjanna og hefur gefið þau út síðan til ágóða fyrir barnauppeldsissjóð félagsins. Á árinu sem leið var haldin frímerkja- sýning í Danmörku í tilefni þessa merka afmælis. Og sýningin hlaut einmitt nafnið „Caritas", eftir fyrsta íslenzka merkinu. Fyrsta sænska jólamerkið kom einnig út 1904, norska merkið 1906 og fyrsta finnska jólamerkið 1912. Mörg íslenzku merkjanna eru uppseld fyrir löngu, en rúmlega 30 merki eru þó enn fáanleg. Úrslit í verðlaunagetrauninni Alls hafa Sameinuðu þjóðirnar gefið út 30 tegundir frímerkja. Enginn hitti á rétta tölu, en Skúli Þ. Jónsson, Melum, Kópaskeri, N.-Þing., varð hlutskarpastur, — gat upp á 23 tegundum. Hann fær því fyrsta-dags umslagið frá bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, — „Mannréttindadagur S. Þ.“, útg. 1953, og er mynd af einu þeirra hérna, (3c). Önnur verðlaun'hlaut Óli H. Þórðarson, Kleppjárnsreykjum, Reykholtsdal, Borgar- firði. Hann giskaði á töluna 21 og fær 2 flugmerki útgefin 1951. Mynd af öðru merkinu er prentað héma (15c). Þriðju verðlaun hlaut Herbert Guð- mundssonr Einarsnesi, Blönduósif A.-Hún. Hann tilnefndi töluna 19. Hann fær frí- merkið „Barnahjálp S.Þ.“ (5c), með mynd af hendi fullorðins manns, sem heldur um barnshendi, gefið út 1951; og ennfremur merki með fána S.Þ. Unga ísland þakkar öllum þeim, er þátt tóku í getrauninni og óskar þeim til ham- ingju, sem verðlaun hlutu. Skrýtla. Kennarinn: „Geturðu sagt mér, hvaða not við höfum að vatninu?" Nemandinn (sem er mikið íþróttamanns- efni): „Ja — ef við hefðum ekki vatnið, gætum við ekki synt, og*ef við kynnum ekki að synda, gætum við drukknað.“ 23 U3STGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.