Unga Ísland - 01.12.1954, Side 34

Unga Ísland - 01.12.1954, Side 34
t'g sá ókunna manninn fá honum peninga. ] ’abbi! Pabbi!“ Pabbi tók hann í fangið og þrýsti litla, t .trandi kroppnum upp að sér. „Svona, svona ... drengur minn, hann hífur sjálfsagt ekki ætlað að gera þér neitt il t. Hvað gerðirðu af þér, fyrst Erlingur frændi varð svona reiður við þig?“ Meðan faðir hans bar hann heim, sagði Finnur pabba sínum kjökrandi frá ókunna manninum og spilinu og peningunum, og hvernig Erlingur frændi hefði gripið um hálsinn á honum og hlaupið eftir honum út á ísinn. ,,Hvar í ósköpunum hefurðu verið?“ stundi mamma hans, þegar þeir komu heim. „Hvernig geturðu fengið af þér að gera rpig svona hrædda?“ „Hann virðist hafa fengið taugaáfall,“ sa jði pabbi. „Ég skil ekki, hvað getur hafa komið fyrir, en hann heldur því fram, að Erlingur frændi hafi elt hann út á ísinn og æt'að að slá hann eða kyrkja.“ Mamma fór að afklæða vota og þrekaða dronginn sinn. „Ég skil það ekki,“ sagði hún við pabba. „É j símaði til Erlings fyrir hálftíma, og hann sagðist ekki hafa séð Finn.“ i'vo reyndi pabbi að hringja til Erlings frænda, en það var ekki svarað. Og þegar Firnur hafði fengið heitt að drekka og rúm- ið lians hafði verið flutt inn í stofuna, þar sem jólatréð stóð, sagði hann alla söguna í Ijósara máli. Mamma var orðin náföl, og pabbi stóð með kreppta hnefa og var ákaf- leg;i reiður á svipinn. „Erlingur," sagði hann. ,„Hann var sá síðasti, sem ég hefði grunað um slíkt. Það er 1 ezt að ég hringi í lögregluna, en senni- leg.o eru engar líkur til þess, að hann hafi kondzt upp úr. ... “ Pann þagnaði, þegar mamma lagði fing- urna á munninn og hnykkti höfðinu í átt- ina til Finns. „Pabbi,“ sagði drengurinn og hnerraði ofbi'ðslega, „refsar Erlingur frændi mér, þeg ir ég sé hann næst?“ „Nei, vertu alveg rólegur þess vegna, drengur minn, hann getur áreiðanlega aldrei framar gert þér illt. ... Hvað lang- ar þig mest af öllu til að eignast, Finnur minn?“ „Stórt reiðhjól með bjöllu,“ svaraði Finnur án þess að hugsa sig um. Pabbi klappaði honum á kinnina. „Þú skalt líka fá það, Finnur. Ég ætla að aka út til reiðhjólaverzlunarinnar, og kaup- maðurinn, sem býr þar á efri hæðinni, skal fá að opna búðina og selja mér reiðhjól, jafnvel þó að það sé aðfangadagskvöld.“ „Ég verð að fara fram og gá að matn- um,“ sagði mamma og þurrkaði sér um augun. „Þið megið ekki byrja að borða, fyrr en ég kem aftur,“ sagði pabbi og gekk fram og fór í frakkann. „Pabbi, pabbi!“ hrópaði Finnur á eftir honum. „Já, hvað er það, drengur minn?“ „Heldurðu — heldurðu, að hann hafi rautt reiðhjól í búðinni?" '--------------------------------------- Gleöileg jól. Farsælt nýár! VERKSMIÐJA REYKDALS, Hafnarfirði Gleðileg jól. Farsælt nýár! VERZLUIMIISI VÖXTUR, Öldugötu 29, Hafnarfirði Gleðileg jól. Farsælt nýár! Verzl. Jóhannesar Gunnarssonar, Strandgötu 19, Hafnarfirði Gleðileg jól. Farsælt nýár! Verzlun Geirs Jóelssonar, Strandgötu 21, Hafnarfirði ----------------------------- 30 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.