Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 9
Formálar
1 Fylgt úr hlaöi
Fyrsta Arbók V’erkfrœðingafélags Islands lítur nú dagsins ljós.
Gert er ráð fyrir að Arbókin taki við því hlutverki sem Tímarit Verkfrœðingafélags Islands
hefur gegnt allt frá stofnun félagsins 1912. Auk þess að vera vettvangur faglegrar umræðu
verður í Arbókinni birtur Tœkniannáll, sem er annáll tækni og verklegra framkvæmda ársins
sem hún nær til. í því sambandi má minna á að fram á fjórða áratuginn birtist í Tímariti VFI
árlega yfirlit yfir verklegar framkvæmdir á Islandi á undangengnu ári. Með Tœkniannálnum
fáum við lesendur Arbókarinnar vonandi góða yfirsýn yfir þróun og framfarir á sviði tækni,
vísinda og verklegra framkvæmda. Jafnframt því sem hann varðveitir ýmsan fróðleik sem ella
er hætt við að færi í glatkistuna. Tæknimenn og sagnfræðingar geta vonandi í framtíðinni flett
þar upp á sama hátt og við gerum nú í eldri árgöngum Tímaritsins.
Eg vil þakka öllum sem hafa lagt Arbókinni lið, Ríkharði Kristjánssyni höfundi Tœkniannáls-
ins, fyrirtækjum og stofnunum sem kynna starfsemi sína, höfundum
greina, Birgi Jónssyni ritstjóra, Utgáfunefnd félagsins, Viktori A.
Ingólfssyni tæknifræðingi, sem annaðist uppsetningu bókarinnar og
Prentsmiðjunni Odda hf.
Að lokum vil ég skora á félagsmenn og alla áhugamenn um tækni,
vísindi og verklegar framkvæmdir að taka Arbókinni með opnum huga,
benda aðstandendum á það sem betur má fara og vera reiðubúna að veita
henni lið í framtíðinni.
Jón Ingimarsson, formaður VFl 1988-1989
2 Forspjall
Segja má, að með útkomu þessarar fyrstu Árbókar Verkfrœðingafélags íslands sé að vissu leyti
brotið blað í útgáfustarfsemi félagsins. Með henni hefst útgáfutilhögun, sem ekki hefur verið
reynd áður á vegum VFI. Vonir Útgáfunefndar eru, að vel takist til, og að hin nýja tilhögun
lalli betur en sú fyrri að þörfum og óskum félagsmanna.
Aðdragandinn að útgáfu árbókar er búinn að vera nokkur. Hugmyndin kom fyrst til umræðu
1 Kynningar- og ritnefnd félagsins, forvera Útgáfunefndar, fyrir um það bil þremur árum. Á
ttðallundi VFÍ 1988 voru svo kynnt drög að tillögu um að hætta að gefa út Tímarit VFÍ með
þáverandi tilhögun. Ástæður fyrir þessu voru. að blaðið virtist hafa takmarkaðan hljómgrunn
meðal félagsmanna, öflun efnis krafðist mikillar vinnu og erfitt var að halda áætlun. Stjórn
VFI samþykkti síðan stuttu eftir aðalfundinn tillögu Útgáfunefndar um að tímarit félagsins
yrði frá og með 1988 árbók, sem leysti Tímarit VFÍ af hólmi.
Hugmyndin er því sú að Árbók VFÍ taki m.a. við hlutverki Tímarits VFÍ sem vettvangur fyrir
tækni- og vísindagreinar félagsmanna. Líta má á hana sem tímarit, sem kemur út einu sinni á
ári.
I lögum VFÍ segir að gefa skuli út tímarit, sem komi út „eigi sjaldnar en einu sinni á ári“. Þar
kemur einnig fram að tímaritinu skuli dreifa til allra félagsmanna. Árbók VFÍ verður þess
vcgna hluti af því, sem fæst fyrir árleg félagsgjöld VFÍ, eins og var með Tímarit VFÍ.
Elni árbókarinnar má skipa í fjóra meginflokka: (1) félagslegt efni frá VFÍ, (2) annáll
veikfræði og tækni, (3) kynning framkvæmdaaðila á starfsemi sinni og (4) tækni- og vísinda-