Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 32
1-2
Nýir félagsmenn
Janúar 1988 - mars 1989
Ari Þorsteinn Þorsteinsson, f. 23. mars 1958 á Höfn í Hornafirði.
Foreldrar Þorsteinn Lúðvík hitaveitustjóri þar, f. 23 apríl 1929, Þor-
steinsson bónda og hreppsstjóra Guðmundssonar og kona hans Olga
Mekle Guðleifsdóttir, f. 5. júlí 1925, dóttir Gottliebs garðyrkjumeistara
Mekle.
Raungreinadeildarpróf frá T1 1981. M.Sc.-próf í fiskiðnaðarverk-
fræði frá Álborg Universtitetscenter í Danmörku 1987. Deildarstjóri
þróunar og tæknideildar fiskiðjuvers KASK, Höfn í Hornafirði.
Maki, María bókmenntafræðingur, f. 15. des. 1954 á Akureyri,
Gísladóttir menntaskólakennara Jónssonar og konu hans Hervarar
Ásgrímsdóttur.
Ágúst Valgeirsson, f. 30. ágúst 1960 í Reykjavík. Foreldrar Valgeir
Haukdal, f. 12. júlí 1929, Ársælsson Guðmundssonar og kona hans
Adelene Dagmar Andersen, f. 26. des. 1933, dóttir Jens Nikulas Kay
Andersen.
Stúdent frá Montgomery College í Maryland, Bandaríkjunum 1981,
cand.polyt.-próf í rekstrar- og hagverkfræði frá Álborg Universitets-
center í Danmörku 1988.
Maki, Guðrún, f. 9. nóv. 1962 í Reykjavík, Þorsteihsdóttir Rúnars
járnsiniðs Sörlasonar og konu hans Eddu verslunarstjóra Georgs-
dóttur Aspelund. Börn: 1) Rúnar Örn, f. 7. júlí 1985 í Álaborg, Dan-
mörku, 2) Dagmar Dögg, f. 4. maf 1988 í Álaborg, Danmörku.
Ásbjörn Ólason Blöndal, f. 25. nóv. 1954 á Siglufirði. Foreldrar Óli
J. Blöndal forstöðumaður bókasafnsins þar, f. 24. sept. 1918,
Jósepsson símstöðvarstjóra Blöndal og kona hans Margrét Blöndal
skrifstofumaður, f. 6. jan. 1924, Björnsdóttir verkamanns Siglufirði
Jóhannessonar.
Raungreinadeildarpróf frá TÍ 1981. M.Sc.-próf í verkfræði frá
Álborg Universitetscenter í Danmörk 1986. Ph.D-nám frá 1986. Við
rannsóknir og kennslu við Álborg Universitetscenter í Danmörku frá
1986.