Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 172
170 Árbók VFÍ 1988
6. Fyrir framkvæmdir var áætlað að dæling yrði milli 50 og 100 1/s. Ljóst var að nokkur
óvissa var tengd því hve vel tækist að þétta þilið við klöppina og hve mikið vatn kæmi í
gegnum holræsakerfið inn á svæðið og í gryfjuna. Mælingar benda til þess að þó nokkuð
magn komi í gegnum holræsakerfið á stórstraumsflóði en lítið vatn komi undir þilið því
vatnsgeymir neðra malarlagsins sé takmarkaður. I heild mældist dæling um 22 1/s við
venjulegar aðstæður en á stórstraumsflóði aftur á móti um 50 1/s. Rétt er að hafa í huga að
vatnsstaða er um 0,5 m hærri utan við þilið en gert var ráð fyrir, en þó það sé tekið með þá
er ljóst að dæling er heldur minni en ráð var fyrir gert á samningstíma.
7. Verkfræðistofan Vatnaskil hefur gert reiknilíkan til að meta hækkun grunnvatns í miðbæ
Reykjavíkur vegna hækkandi sjávarstöðu. Athuguðu þeir áhrif frá breytilegri sjávarhæð á
hæð grunnvatns við Ráðhúsið ef vatnsborði Tjarnarinnar er haldið föstu. Megin niðurstaða
þeirra er að á næstu 100 árum séu líkur á að grunnvatnsstaðan við Ráðhúsið hækki um 15
cm, hvort heldur sem landsig verður 40 cm, eins og sennilegt er talið, eða meira, t.d. 1
metri. Við mat á flotkröftum er gert ráð fyrir að grunnvatn megi hækka um 40 til 50 cm
þannig að nokkurt öryggi er við ákvörðun þessara krafta, varðandi líklegar breytingar
sjávarborðs á næstu 100 árum.
8. Sig gatna og húsa var mælt með fínhallamælingu fyrir framkvæmdir og eftir að lokið var
greftri gryfju. Við Tjarnargötu er allt sig tilkomið vegna þjöppunar efra malarlagsins. Gert
hafði verið ráð fyrir að þar yrði um 50 mm sig við þilið og að það væri að mestu horfið í
um 5 metra fjarlægð frá því. Mælingar sýna að þetta er nálægt því að vera sama sig og
mælist. Við Vonarstræti er mælt sig aðeins meira og það nær lengra út frá þilinu. Ástæða
þess er talin vera að hlutur malar vex í austur, þilið hefur gengið þar eitthvað inn í gryfjuna
og að vatn tappast úr neðra malarlaginu. Áætlað var að sig yrði nokkrum cm meira við
Vonarstræti en Tjamargötu, en mælingar sýna að það hefur orðið aðeins meira en gert var
ráð fyrir, þó það sé langt innan þeirra marka sem talið er að geti valdið skemmdum.
9. Missig húsa og holræsa var borið saman við viðmiðunarmörk frá Bjerrum (8.5) og EURO
CODE 7 (8.6). Ljóst er að viðbótarmissig er langt innan þeirra marka sem þar eru sett og
því ekki ástæða til að óttast skemmdir á húsum eða öðrum mannvirkjum.
8 Heimildir
8.1 Almenna verkfræðistofan hf. (1986). Ráðhús við Tjörnina. Athugun á lausum
jarðlögum. Unnið fyrir Borgarverkfræðinginn í Reykjavík, okt. 1986.
8.2 Almenna verkfræðistofan hf. (1988). Ráðhús Reykjavíkur. Rannsóknir og
hönnunarforsendur. Unnið fyrir Borgarverkfræðinginn í Reykjavík, feb. 1988.
8.3 Almenna verkfræðistofan hf. (1988). Ráðhús Reykjavíkur. Grunnvatnsmælingar við
norðvesturhorn Tjarnarinnar í janúar og mars 1988. Unnið fyrir Borgarverkfræðinginn í
Reykjavík, apríl 1988.
8.4 Almenna verkfræðistofan hf. (1988). Ráðhús Reykjavíkur. Rannsóknir samhliða gerð
gryfju. Unnið fyrir Borgarverkfræðinginn í Reykjavík, nóv. 1988.
8.5 Bjerrum, L. (1973). Allowed settlement of structures, N.G.I. Publ. nr. 98, Oslo, Norge.
8.6 EURO CODE 7, (1987). Report prepared for the European Communities. Draft. dec.
1987.
8.7 Forssblad, L. (1981). Vibratory soil and rock fill compaction. Dynapac. Sweden.
8.8 NBS building science series 138. Prediction of pore water pressure buildup and
liquefaction of sands during earthquakes by the cyclic strain method. July 1982.