Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 164
162 ÁrbókVFÍ 1988
(N,)60
Dr'
120
110
100
»0
00
70
60
50
40
30
20
K)
0
0.1 0.2 0.3 0.4 0.5 1.0 2 3 4 5 7 10
1
l
1
GRÓF IR SA IDUR
«1 K
X
+ ,
!
ERLENDAR ATHUGANIR
k SANDOR Á STADNUM
♦ SANDUR Á RANNS.ST.
RÁOHÚS
• MÖL
o SANOUR
D»[mm]
Mynd 12 Samband (N/)60/Dr2 og DSQ.
borin saman við rannsóknir frá Skempton (8.11). Þessi samanburður sýnir að SPT boraðferðin,
sem var notuð í Ráðhúsinu, er nothæf til að bera borniðurstöður þaðan saman við erlendar
rannsóknir.
Niðurstaða borana og rannsókna á óhreyfðum sýnum er, að í mölinni er Dr um 55% og í
sandinum um 70%. Út frá mælingum á óhreyfðum sýnum í móhellunni (borhola A) og SPT
borun (borstaður D) er talið að Drsé hærra en 75%. 1 borholu A voru tekin pokasýni úr neðra
malarlaginu. A borstað D var gerð SPT borun niður í neðra malarlagið. Út frá þessum athug-
unum bendir allt til þess að Drsé hærra en 50% í neðra malarlaginu.
Þær rannsóknir sem hér hefur verið fjallað um, eru grundvöllurinn fyrir ákvörðun efniseigin-
leika jarðlaga og til að gera ástandsmat á jarðlögunum sem niðurstöður útreikninga eru bornar
saman við. Fyrst eru athuganirnar notaðar til að ákvarða D sem gefur möguleika á að reikna út
skerfiaðurstuðulinn G . Með forritinu FLUSH er síðan reiknað út hlutfallið Q sem er sker-
spenna deilt með virkri spennu. Við reikningana var gengið út frá spennum eins og þær verða
eftir að húsið er byggt. Lauslegir reikningar á þyngdum sýna að möl og sandur sem eru grafin
burt eru um 40% þyngri en húsið. Sambandið Q og (N^óO er borið saman við viðmiðunarferla
eftir Seed og lleiri, frá 1985 (8.10) fyrir jarðskjálfta af styrkleika M = 7,5. Niðurstöður þessara
athugana eru, að húsinu stafi ekki hætta af floti í jarðlögunum við slíkan skjálfta. Auk þess
mun aflöstun jarðlaganna, sem áður var nefnd, gefa jarðlögunum verulegt viðbótaröryggi gegn
jarðskjálfta, en ekki var tekið tillit til þess við áðurnefnda reikninga.
4 Stálþil
Áður en endanleg hönnun og ákvörðun um fjölda kjallara lá fyrir, var ákveðið að gryfjan yrði
grafin innan stálþils af gerðinni Hoesch 134. Sérstakt þéttiefni var sett í alla lása til að gera
þilið sem þéttast. Þilið var rekið þétt upp við væntanlegt Ráðhús meðfram Tjarnargötu og
Vonarstræti. I Tjöminni var valið af kostnaðarástæðum að gera breiðan garð fyrir vinnusvæði
og reka þilið í hann sem þéttingu eins og um stíflugarð væri að ræða. Við Vonarstræti var
grafið í hæð -0,95 m en við Tjarnargötu í hæð -4,0 m, en götuhæð er +3,5 til +4,0 m. Þilið gat