Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 200
198 ÁrbókVFÍ 1988
0 1 2 3 4 5 6
BORUN bm/m3 OG SPRENGIEFNANOTKUN kg/m3
Þversnið ganga Sprengiefni/rúmmetra Bormetrar/rúmmeter
(m2) (kg/fm3) (bm/fm3)
36 1,1 -1,2 1,5 - 1,7
25 1,6- 1,8 2,2 - 2,4
22 1,5- 1,7 2,3 - 2,5
15 1,8- 1,9 2,9 - 3,4
9 Mynd 3 Borun og sprengiefnisnotkun. 2,5-2,7 3,9-4,6
Þrátt fyrir talsvert mikla endurborun var framvinda góð. Ein vinnslulota í jarðgangagerð við
Blöndu samanstóð af fimm megin verkþáttum: borun og hleðslu sprengiefnis, útloftun, út-
mokstri, hrjóðun eða hreinsun bergsins, og ásprautun steypu til styrkingar. Allir verkþættir
voru nokkuð reglulega tímamældir. I töflu l er heildartími hvers verkþáttar ásamt saman-
lögðum lotutíma sýndur.
Tatla 1 Tímamœlingar á greftri jarðganga.
Aðkomugöng Sveiflugöng Frárennslisgöng
25 m2 23 m2 36 m2
Verkþáttur þóleiít þóleiít þóleiít dílabasalt
mín. mín. mín. mín.
Borun og hleðsla 205 236 216 117
Loftræsting 47 38 45 40
Utmokstur 110 122 162 150
Hrjóðun 48 46 41 21
Asprautun 76 67 116 72
Lotutími 486 509 580 400
Eins og sést á töflunni er lotutíminn háður þversniði ganganna en ekki síður eiginleikum
bergsins. Þannig er lotutíminn í frárennslisgöngunum 580 mín. í þóleiítinu, en aðeins 400 mín.
í dílabasaltinu. Þarna munar þrem klukkustundum.
Tímamælingarnar eru notaðar til að finna vinnsluhraða mismunandi tækja við ríkjandi að-
stæður. Allar slíkar mælingar eru einnig háðar ástandi tækjanna og kunnáttu og verklagni
þeirra sem þeim beita. Tafla 2 sýnir nokkrar helstu afkastatölur við gangagerðina, út frá tíma-
mælingum.