Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 8
6 Formálar
Af félagsmálum verður einkum minnisstæð sú endurskipulagning sem átti sér stað varð-
andi endurmenntun tæknimanna með stofnun sérstakrar endurmenntunarnefndar á vegum
VFI, TFI og SV og fjölda námskeiða í Verkfræðingahúsi. Hávær umræða varð í þjóðfélaginu
um slaka stöðu raungreinakennslu í grunn- og framhaldsskólum, bæði í kjölfar skýrslu
Menntamálanefndar VFÍ um raungreinakennslu í skólum og birtingar á niðurstöðum alþjóð-
legrar rannsóknar, svonefndrar Timms-skýrslu. Umræða þessi vakti tvímælalaust þjóðina til
aukinnar vitundar um gildi tæknimenntunar í nútímaþjóðfélagi og er ástæða til að ætla að
henni verði fylgt eftir af hálfu stjórnvalda.
Verkfræðingafélagið starfaði af miklum þrótti á liðnu starfsári. Nær 100 manns tóku í
sjálfboðavinnu virkan þátt í starfi stjórna, nefnda og ráða á veguin félagsins. Það var sérstak-
lega ánægjulegt að fylgjast með þeim áhuga og óeigingjarna starfi sem þar var unnið. Það
sýnir glöggt að hugsjónir frumherjanna lifa enn góðu lífi meðal félagsmanna og sannar enn
hið fornkveðna að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.
Ávarp formanns TFÍ
Hvað tæknifræðingafélagið varðar má segja að árið hafi einkennst
af aukningu í starfseminni og aukningu á félagafjölda. Mikið hefur
verið gert til þess að reyna að laða til félagsins unga tæknifræðinga
t.d. með því að stuðla að kynningu á námi iðnaðartæknifræðinga
og með því að veita verðlaun þeim tæknifræðingum sem þykja
best hafa leyst af hendi prófverkefni. Það er hins vegar ekki
nægjanlegt að fá fólk til að sækja inn í félagið, því verður einnig
að finnast einhver tilgangur vera í félaginu þegar inn í það er
komið. Skiptir þá miklu máli að félagsstarfsemin sé í samræmi við
væntingar þeirra sem þangað sækja. Það er eilíf barátta þeirra sem
valdir eru til forystu í frjálsu félagi að tryggja að sameiginlegum
sjóðum sé varið á þann hátt sem best er.
A árinu var lokið við breytingu á skipulagi Tæknifræðingafélagsins, tilgangur skipulags-
breytinganna var sá að tryggja að innan félagsins geti tæknifræðingar starfað saman að
sameiginlegum málum þó að þeir séu ósammála um önnur. Þannig tekur aðalfélagið að sér
allt sem varðar menntunarmál og mál sem snúa að stjórnvöldum önnur en kjaramál, KTFÍ
er félag launþega innan félagsins og sem slíkt sér það um samninga um kaup og kjör fyrir
tæknifræðinga, innan STFÍ eru þeir sem starfa sjálfstætt eða eru í stjórnunarstöðum hjá fyrir-
tækjum. Líta má svo á að aðalfélagið hvfli á tveimur stólpum STFI og KTFI þar sem báðir
eru jafnmikilvægir þó hvor á sinn hátt. Með skipulagsbreytingunum telur stjórnin kominn
betri grundvölJ til eflingar félagsins.
Menntunarmál verða alltaf hornsteinn í starfsemi félagsins, ekki vegna þess að það fari svo
mikið fyrir þeirri starfsemi, heldur tryggir ákveðin menntunarstefna, þar sem eldd er hnikað
frá lágmarks gæðakröfum til náms, að þeir sem ráða tæknifræðinga til vinnu geti verið vissir
um gæði þess náms sem viðkomandi lauk. Á komandi árum eiga eftir að verða miklar
breytingar á námi tæknifræðinga. Kemur þar margt til, meðal annars breyttur atvinnu-
markaður, hin gamla skipting í byggingar-, véla- og rafmagnstæknifræðinga á eftir að vatnast
Pcíll A. Jónsson formað-
ur TFÍ.