Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1997, Page 14
12 Félagsmál VFI/TFI
aðir aðalstjórnarfundir. Félagslegur skoðunarmaður VFI er jafnan boðaður á aðalstjórnar-
fundi.
Fyrsti aðalstjórnarfundurinn var haldinn 24. september 1996. Á haustfundi aðalstjómar
er venja að óska eftir skriflegum dagskrárdrögum yfir fundi og ráðstefnur fagfélaga, deilda
og nefnda fyrir allt starfsárið. Þetta er gert til að samræma vetrarstörfin og forðast árekstra
með dagsetningar. Formenn greindu frá því helsta sem tekist hafði verið á við frá síðasta
aðalfundi. Hugmyndir um frekari samskipti VFÍ við verkfræðideild voru kynntar sem og
fyrirhugaðar breytingar verkfræðináms úr 4 árum í 3+2 ár. Rætt var um að VFI og félög
innan þess ættu að taka þátt í mótun starfs HI.
Annar aðalstjórnarfundur var haldinn 2. janúar 1997. í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá því
VFÍ var stofnað var einróma samþykkt að gera dr. Jóhannes Nordal, fyrrverandi stjómarformann
Landsvirkjunar, og Jóhannes Zoéga, fyrrverandi hitaveitustjóra í Reykjavík, að heiðursfélögum í
Verkfræðingafélagi fslands. Formaður vakti máls á nýskipan löggiidingarstofu sem tekur við
starfsemi rafmagnseftirlits og löggildingarstofu. Samþykkt var að senda erindi til ráðherra, þar
sem lögð verður áhersla á að yfirstjórn löggildingarstofu verði í höndum verkfræðinga.
Útgáfumál voru rædd og boðað að Árbók VFÍ yrði tilbúin til dreifingar í janúarlok, sem
reyndist því miður ekki rétt. Stéttarfélag verkfræðinga óskaði á haustdögum eftir að athug-
aðir yrðu möguleikar á samrekstri skrifstofu VFÍ, TFÍ og SV. Samstarfsnefnd sömu aðila
kannar það mál nánar. Sameiningarmál SV og VFÍ komu til umræðu og töldu fundarmenn
nauðsynlegt að ná til ungra verkfræðinga. Hagsmunamál stéttarinnar þurfa að vera sterkt
afl innan VFÍ og nauðsynlegt er að félagið hafi meiri áhrif á lagasetningar en nú er. Enn
voru ræddar fyrirhugaðar breytingar á verkfræðinámi við HÍ, en þær hafa ekki verið bornar
undir VFÍ sem fundarmönnum þótti miður. Skiptar skoðanir voru um breytingarnar á
náminu og óttuðust sumir að útskrift verkfræðinga frá HI kynnu að heyra sögunni til með
nýrri skipan.
Þriðji aðalstjórnarfundur starfsársins var haldinn 4. mars 1997. Ársreikningar félags-
sjóðs, hússjóðs og Verktækni voru lagðir fram og kynntir af reikningslegum endurskoðanda.
Rætt var um samrekstrar- og sameiningarmál VFI, SV og TFI.
Aðalstjórn fær sendar fundargerðir framkvæmdastjórnarfunda VFI, sama máli gegnir um
félagslegan skoðunarmann. Þessir hafa því yfirlit yfir starfsemi félagsins og geta gripið inn
í afgreiðslu mála ef þörf þykir.
Skrifstofa VFÍ
Sjá kafla um skrifstofu VFÍ og TFÍ í kafla um sameiginlegan rekstur VFÍ/TFÍ.
Fundarsalur
Sjá kafla um skrifstofu VFÍ og TFÍ í kafla um sameiginlegan rekstur VFÍ/TFÍ.
Fjármál félagsins
Árgjöld hafa verið óbreytt að krónutölu frá aðalfundi 1994, en þá voru þau lækkuð frá því
sem verið hafði síðan 1989. Fjármál VFI hafa á undanförnum árum breyst mjög til batnaðar
og eru í dag vel viðunandi.